Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2018, Blaðsíða 166
171
Siðbótarhreyfingin sprengdi fljótt af sér upprunalega ramma hvort sem
þeir voru sálrænir eða guðfræðilegir og tók að hafa stöðugt víðtækari afleið-
ingar á pólitísku, samfélagslegu og menningarlegu sviði. Flækjustigið í sið-
bótar- og siðaskiptarannsóknum er því æði hátt þar sem skýra þarf hvernig
þróun mála á hinum ýmsu sviðum tengist. Málin flækjast enn þegar þess
er gætt að mörk þess hvað sé trúarlegt og hvað pólitískt, hvað einkalegt og
hvað félagslegt lágu allt annars staðar á 16. öld en þau gera nú. Því er ljóst
að við rannsóknir á þessu sviði er óhjákvæmilegt að ganga út frá ýmiss konar
alhæfingum sem hér verða flokkaðar í viðhorf og staðalmyndir.21
Með viðhorfum er hér átt við grundvallarviðhorf sem um margt má
líkja við það sem bandaríski vísindasagnfræðingurinn thomas S. Kuhn
(1922–1996) nefndi paradigm og þýtt hefur verið með viðmið. Með því átti
Kuhn við rit sem gefa „[…] um tíma óbeina skilgreiningu á réttmætum við-
fangsefnum og rannsóknaraðferðum fyrir næstu kynslóðir vísindamanna.“22
Viðmiðanir af þessu tagi taldi hann gefa tóninn um þekkingarsköpun, rann-
sóknir, skýringar og túlkanir uns nýjar niðurstöður tækju að grafa undan
þeim og ný viðmið ryddu sér til rúms í vísindabyltingu. Hugmyndir Kuhns
hafa verið túlkaðar svo að fylgismenn mismunandi viðmiða gangi út frá
ólíkum myndum af heiminum sem geri það að verkum að torvelt sé að bera
kenningar þeirra saman.23 Sjálfur hafnaði Kuhn því að í kenningu hans um
viðmið, gildi þeirra og áhrif fælist afstæðishyggja um sannleikann. Í þeim
kann þó að felast afstæðishyggja varðandi gildi vísindalegra staðhæfinga
og höfnun á algildum vísindalegum mælikvörðum og þar með túlkunum.24
Svipuðu máli gildir um það sem nefnt er viðhorf hér. Með því að viðurkenna
gildi fyrirfram gefinna viðhorfa við siðaskiptarannsóknir er viðurkennt að
mögulegt sé að túlka þau á viðunandi máta, sem og að túlkanir geti vikið
hver frá annarri án þess að nein ein geti talist sú rétta eða endanlega.25
21 Sjá og Hjalti Hugason, „Hvenær urðum við lúthersk?“, bls. 98–99.
22 thomas S. Kuhn, Vísindabyltingar, ísl. þýð. eftir Kristján Guðmund Arngrímsson
með inng. eftir Eyju Margréti Brynjarsdóttur, Reykjavík: Hið íslenska bókmennta-
félag, 2015, bls. 80–81.
23 Eyja Margrét Brynjarsdóttir, „inngangur“, Vísindabyltingar, ísl. þýð. eftir Kristján
Guðmund Arngrímsson með inng. eftir Eyju Margréti Brynjarsdóttur, Reykjavík:
Hið íslenska bókmenntafélag, 2015, bls. 9–49, hér bls. 33.
24 Sjá Eyja Margrét Brynjarsdóttir, „inngangur“, bls. 42.
25 Mikilvægt er að þau viðhorf sem gengið er út frá hverju sinni leiði til túlkunar sem
er sjálfri sér samkvæm, á hinn bóginn er hér talið ómögulegt að krefjast þess að þau
leiði til túlkana sem hægt sé að sýna fram á að séu fyllilega samkvæmar sögulegum
veruleika í þessu tilviki á 16. öld. túlkanirnar verða þó að standast sagnfræðilega
prófun sem m.a. getur leitt í ljós hvort í þeim felast tímaskekkjur. Lars Bergström,
SEiGFLJótANDi SiðASKipti