Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2018, Blaðsíða 197
203
söguheimsins reiða lesendur sig á skemun sem þeir búa yfir, fylla inn í eyð-
urnar og endurskapa þannig söguna sem þeir eru að lesa. Sökum þess að
fólk er ólíkt og bakgrunnur þess misjafn eru skemu þess það líka en þess
vegna getur ein saga lifað í mörgum ólíkum gerðum.17
Þegar menn lesa frásagnir smíða þeir sér hugarlíkön (e. mental model)
af söguheiminum sem þar birtist.18 Hugarlíkönin sem rísa upp við lestur
byggjast á skemalíkönum og staðalímyndum19 sem menn hafa tileinkað
sér20 en þau mótast af vísbendingum sem eru gefnar í textanum sem menn
lesa. Hugarlíkön og skemu eru ólík að því leyti að hugarlíkönin eru bundin
tiltekinni frásögn en skemun ekki. Rick Busselle og Helena Bilandzic gera
17 Sjá sama heimild, bls. 60–62; Rick Busselle og Helena Bilandzic, „Fictionality and
Perceived Realism in Experiencing Stories: A Model of Narrative Comprehension
and Engagement“, bls. 258.
18 Bergljót Soffía Kristjánsdóttir hefur fjallað um hugarlíkön í tengslum við kenningu
um bendivísunarfærslu (e. The Deictic Shift Theory). Sjá Bergljót Soffía Kristjáns-
dóttir, „Óvistlegar herbergiskytrur: Um rými og annan hluta bókarinnar Af manna
völdum“, Hug⁄raun, Reykjavík: Háskólaútgáfan, 2015, bls. 111–132, hér bls. 116–
118.
19 Staðalímyndir er einn flokkur skema sem inniheldur ákveðnar manngerðir og/eða
hópa. Sjá Rick Busselle og Helena Bilandzic, „Fictionality and Perceived Realism
in Experiencing Stories: A Model of Narrative Comprehension and Engagement“,
bls. 258. Sem dæmi um annan mikilvægan flokk skema eru uppskriftir en þær geta
orkað sem einskonar skapalón fyrir vissa atburði og/eða aðstæður, sbr. t.d. veit-
ingahúsa-uppskriftin: þegar menn koma á veitingahús er venjan sú að þjónn vísar
þeim til borðs, þeir panta drykki og veitingar, þjónn færir þeim drykkina fyrst en
síðar matinn, þeir borða og borga síðan reikninginn áður en þeir yfirgefa staðinn.
Ákveðnar bókmenntategundir, t.d. ástarsögur og glæpasögur, eru einnig gott dæmi
um uppskriftir. Ef menn þekkja þá formgerð sem liggur til grundvallar ákveðinni
bókmenntategund geta þeir reitt sig á skemun sem þeir hafa og gert sér í hugarlund
hvernig sagan kemur til með að þróast; sbr. t.d. að í ástarsögum ná elskendurnir
iðulega saman eftir að hafa þurft að yfirstíga ýmsar hindranir. Sjá t.d. Rick Busselle
og Helena Bilandzic, „Fictionality and Perceived Realism in Experiencing Stories:
A Model of Narrative Comprehension and Engagement“, bls. 258–259; Bergljót
Soffía Kristjánsdóttir, „Þegar blindgatan opnast til allra átta: Um Gestakomur í
Sauðlauksdal“, bls. 100; Gerard Steen, „‘Love stories’: cognitive scenarios in love
poetry“, Cognitive poetics in practice, ritstj. Joanna Gavins og Gerard Steen, New
York: Routledge, 2003, bls. 67–82, hér bls. 67–69; Guðrún Steinþórsdóttir, „„eins
og ævintýri“ eða „glansmynd af horror“?: Nokkrir þankar um viðbrögð lesenda
við Frá ljósi til ljóss“, bls. 128–129.
20 Menn nýta sér til dæmis fyrri þekkingu á staðháttum, tíma, manneskjum, atburðum,
bókmenntategundum og reynslu sína af sagnalestri til að móta og skapa hugarlík-
ön um tiltekna frásögn. Sjá Rick Busselle og Helena Bilandzic, „Fictionality and
Perceived Realism in Experiencing Stories: A Model of Narrative Comprehension
and Engagement“, bls. 260.
SAMLÍðAN OG SÉRFRæðINGAR