Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2018, Side 198

Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2018, Side 198
204 greinarmun á þremur gerðum hugarlíkana sem þau telja að lesendur skapi við lestur en þau eru: aðstæðu-líkanið (e. the situational model), söguheims– líkanið (e. the story­world model) og persónu-líkanið (e. the character model). Vert er að taka fram að erfitt getur verið að greina á milli þessara þriggja líkana þar sem þau skarast gjarnan mjög mikið.21 Aðstæðu–líkanið felur í sér aðstæður verksins og gerðir persóna en einnig söguþráð þess og í hvaða röð er sagt frá atburðum frásagn- arinnar. Líkanið mótast eftir því sem lesendur lesa meira af frásögninni. Söguheims-líkanið inniheldur upplýsingar um bæði sögusviðið (sbr. stað- setningu, tímann sem sagan gerist á og almennt hvernig málum er háttað) og rökfræðireglurnar sem gilda í söguheiminum; það er að segja hvað er mögulegt og hvað ekki. Við upphaf lesturs gera lesendur alla jafna ráð fyrir því að söguheimurinn sem þeir lesa um sé áþekkur þeim heimi sem þeir sjálfir lifa og hrærast í. Engu að síður segja margar frásagnir frá heimi sem er ólíkur heiminum sem lesendur þekkja sem verður til þess að þeir þurfa að fella nýjar upplýsingar úr frásögninni að þeim skemum sem þeir hafa og skapa þar með og móta söguheims-líkan sem á við frásögnina sem þeir lesa. Því ólíkari sem söguheimurinn er raunheiminum því flóknara er að smíða söguheims-líkanið. Þessi tvö líkön, aðstæðu-líkanið og söguheims- líkanið, eru ekki eins hagganleg og persónulíkanið. Persónulíkanið inni- heldur allt sem við kemur persónum eins og til dæmis sjálfsmynd þeirra, einkenni, langanir, markmið og þróun. Með öðrum orðum felur það í sér hugmyndirnar sem lesendur gera sér af persónum. Þetta líkan byggist gjarnan á staðalímyndum sem menn hafa um ákveðnar manngerðir. Ef til dæmis er dregin upp mynd af gömlum karli sem gengur með staf virkjast „gamalmenna“-staðalímyndin í kolli lesanda. Persónu-líkanið getur síðan þróast ef lesendum eru gefnar frekari upplýsingar um persónurnar; hug- myndir um gamla karlinn gætu til dæmis breyst ef í ljós kemur að hann drepur fólk og étur. Aukinn skilningur á persónum sem og heiminum sem 21 Sjá sama heimild, bls. 257–260. Brýnt er að nefna að rannsókn boðmiðlunarfræð- inganna Ricks Busselle og Helenu Bilandzics, sem hér er vitnað í, beinist að því að skoða hvort skáldaðir textar orka öðruvísi á lesendur en aðrir textar en þau taka meðal annars mið af ytri veruleika (e. external realism) þegar þau skrifa um hugar- líkönin sem hér er fjallað um. Þau segja til dæmis að með hjálp hugarlíkananna megi útskýra ferlið þegar lesandi býr til merkingu úr frásögn og sömuleiðis hversu virkur hann er á meðan á því stendur. Samkvæmt þeim eru hugarlíkön hugrænar formgerðir (e. cognitive structures) sem standa fyrir suma þætti ytri veruleikans. Sama heimild, bls. 257. Guðrún SteinþórSdóttir
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166
Side 167
Side 168
Side 169
Side 170
Side 171
Side 172
Side 173
Side 174
Side 175
Side 176
Side 177
Side 178
Side 179
Side 180
Side 181
Side 182
Side 183
Side 184
Side 185
Side 186
Side 187
Side 188
Side 189
Side 190
Side 191
Side 192
Side 193
Side 194
Side 195
Side 196
Side 197
Side 198
Side 199
Side 200
Side 201
Side 202
Side 203
Side 204
Side 205
Side 206
Side 207
Side 208
Side 209
Side 210
Side 211
Side 212
Side 213
Side 214
Side 215
Side 216
Side 217
Side 218
Side 219
Side 220
Side 221

x

Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar
https://timarit.is/publication/1098

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.