Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2018, Side 204
210
værð. Einnig var algengt að menn nefndu depurð, fyndni, þakklæti, sátt
og dramatík.
Þrátt fyrir að margar tilfinningar hafi verið nefndar var eftirtektarvert
hve fátítt var að menn hefðu orð á að þeir fyndu til samlíðunar með pers-
ónum; það er að segja fyndu það sem þær fundu. Almennt er gengið út frá
því að einfaldari textar hafi meiri áhrif á samlíðan en flóknari.29 Vera má
því að ástæðan fyrir að menn fundu ekki til samlíðunar við lestur á texta
Vigdísar sé sú að mörgu er lýst í textanum og skáldskapareinkenni hans
eru ófá, til dæmis fjölbreytilegar myndir og stílbrögð. Ef til vill kallar text-
inn því kannski fremur á þjálfaða lesendur en óþjálfaða, krefst með öðrum
orðum mjög virkrar þátttöku lesenda og nálesturs.30 Auk þess er textinn
fremur stuttur og kann því að vera að menn hafi ekki náð að kynnast pers-
ónum og aðstæðum þeirra til hlítar og þar með átt erfitt með að setja sig í
þeirra spor og finna það sem þær fundu. Einnig kann það að hafa haft áhrif
að athygli þátttakenda var reglulega rofin þar sem þeir voru beðnir um
viðbrögð eftir lestur á hverju spjaldi fyrir sig.31 Þá getur verið að fólk setji
sig í ákveðnar stellingar þegar það tekur þátt í rannsókn og sýni því ekki
sömu viðbrögð og væri það eitt með sjálfu sér.
Eins og búist var við beindu tónlistarmennirnir sjónum sínum einkum
að tónlistinni og umfjölluninni um hana. Hinir, sem voru í samanburð-
arhópnum, nefndu vissulega tónlistina en veltu þó frekar vöngum yfir
meginaðstæðum, það er að einhver væri að deyja. Sumir tónlistarmenn-
irnir tengdu tónlistarumfjöllunina og líkingarnar gjarnan við sitt þekking-
arsvið eins og eftirfarandi dæmi vitna um:
– Máttur meistarans er óendanlegur, hafði hún sagt í fyrsta
skipti þegar ég var sjö ára og hún spilaði fyrir mig hina þung-
meltu sinfóníu um Manfred. (20)
„Þegar ég las að sinfónían væri þungmelt hugsaði ég um tónlist
eftir Wagner en hjá honum er svo mikið af hljóðfærum og mikið í
29 Sjá t.d. Suzanne Keen, Empathy and the Novel, Oxford: Oxford University Press,
2010, bls. 83.
30 Gaman gæti til dæmis verið að kanna hvort lesendur með bókmenntafræðimenntun
að baki brygðust öðruvísi við.
31 Samkvæmt Marta M. Maslej, Keith Oatley og Raymond Mar eiga lesendur auð-
veldara með að samsama sig persónu eftir því sem þeir „eyða“ lengri tíma með
henni og þá tíma sem er órofinn. Sjá Marta M. Maslej, Keith Oatley og Raymond
A. Mar, „Creating Fictional Characters: The Role of Experience, Personality, and
Social Processes“, bls. 1.
Guðrún SteinþórSdóttir