Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2022, Blaðsíða 19
ÁSDÍS HelGA ÓSkARSDÓTTIR
18
hefði verið um mál Thelmu eftir útgáfu bókarinnar eins og það hefði verið
einstakt.74
Sem fyrr segir er hér miðað við árið 2009 sem upphafsár fjórðu bylgj-
unnar en svo virðist sem heildstæð, opinber þjóðfélagsumræða um kynferð-
isbrot með gagnrýnum hætti hafi færst í aukana jafnt og þétt frá því ári. Árið
2009 gaf Þórdís elva Þorvaldsdóttir til að mynda út bók sína Á mannamáli.
Brotin, dómarnir, aðgerðirnar og umræðan, þar sem hún fjallar um kynferðis-
ofbeldi í samfélagslegu samhengi með því að skoða meðhöndlun slíks of-
beldis í réttarkerfi og almenningsumræðu. Þar gagnrýnir Þórdís dómskerfið
fyrir niðurfellingu fjölmargra nauðgunarkæra en bókin hefur verið talin eitt
heildstæðasta ritið um þetta málefni.75 Þórdís vakti jafnframt athygli á þeirri
neikvæðu orðræðu og skömm sem tengd er umræðu um kynfæri kvenna í
daglegu tali og benti á að sambærilega orðræðu megi ekki greina um kynfæri
karla.76 Hún nefnir auk þess að brotaþolar kynferðisofbeldis upplifi gjarnan
að þeir hafi ekki brugðist „rétt“ við ofbeldinu sem leiði af sér sjálfsásakanir
og skömm77 og ítrekar jafnframt rétt fólks til þess að hætta við kynferðislegar
athafnir sem höfðu áður verið samþykktar.78 Þórdís heimsótti framhalds-
skóla víða um land til þess að fylgja útgáfu bókar sinnar eftir og flutti þar
fyrirlestra.79
Áherslur Druslugöngunnar, sem gengin var í fyrsta sinn á Íslandi ári eftir
útgáfu Á mannamáli, og femínískar aðgerðir á samfélagsmiðlum fela jafn-
framt í sér mikilvægi þess að konur finni ekki til skammar yfir eigin líkama,
klæðaburði eða hegðun og enn síður yfir því að hafa orðið fyrir ofbeldi,
74 Sunna Ósk logadóttir, „Þegar dætrum mínum var ógnað, náðu þeir mér“, Kjarninn,
11. júlí 2020, sótt 20. maí 2022 af https://kjarninn.is/skyring/2020-07-10-thegar-
daetrum-minum-var-ognad-nadu-their-mer/.
75 Bergljót Soffía kristjánsdóttir, Guðrún Steinþórsdóttir og Sigrún Margrét Guð-
mundsdóttir, „„eins og að reyna að æpa í draumi“, bls. 1–15, hér bls. 11.
76 Þórdís elva Þorvaldsdóttir, Á mannamáli. Brotin, dómarnir, aðgerðirnar og umræðan,
Reykjavík: JPV, 2009, bls. 10–15.
77 Sama heimild, bls. 60.
78 Sama heimild, bls. 15.
79 Sjá til dæmis fréttatilkynningu á heimasíðu Menntaskólans á Akureyri þar sem tekið
er fram að Þórdís hafi náð „greinilega mjög vel til áheyranda, sem spurðu margs
bæði á meðan fyrirlestrinum stóð og einnig á eftir“ („Á mannamáli í kvosinni“,
Menntaskólinn á Akureyri, 9. febrúar 2010, sótt 20. febrúar 2018 af https://www.
ma.is/is/frettir/a-mannamali-i-kvosinni. Á vefsíðu Borgarholtsskóla má jafnframt
finna fréttatilkynningu um fyrirlestur Þórdísar í skólanum, sjá „Jafnréttisdagur“,
Borgarholtsskóli, 9. mars 2010, sótt 10. nóvember 2021 af https://www.bhs.is/skol-
inn/frettir/nr/1475.