Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2022, Blaðsíða 36
„leIðIN eR INNÁVIð OG UPPÍMÓTI“.
35
ég néri mér utan í sófa, veggi, eldhúsáhöld
tók um hurðarhúna með rasskinnunum
mér skilst að almennt séu fleiri bakteríur á hurðarhúnum
en á klósettsetum
núna á það svo sannarlega við um heimili þitt148
líkamar kvenna hafa frekar verið bendlaðir við óhreinindi, meðal annars
vegna blæðinga hinnar frjóu konu149 en hér snýr ljóðmælandi óhreinind-
unum í sókn og krefst þess að húsráðandi velti sér upp úr þeim: „ég setti
koddann þinn milli læranna á mér / svo þegar þú reynir að hvílast / herjar
römm mýrarlykt að vitunum / tannburstann þinn notaði ég / til að greiða í
söltum handarkrikum […] / ég vil að þú efist um skynjun þína / ég vil að þú
finnir hvernig ég ásæki þig.“150 Sé ljóðið sett frekar í samhengi við myndun
fjórðu bylgjunnar minnir þessi virkjaða reiði og notkun líkamans á ítrekun-
ina um rétt kvenna til þess að að taka sér pláss. Auk húsráðandans er heimilið
sjálft viðfang ljóðmælandans, konan krefst athygli húsráðandans og merkir
sér rýmið með því að skilja eftir sig bakteríuslóð. Umhverfið var ekki hennar
en er orðið það og til þess þurfti að virkja kvenlíkamann og beita honum í
krafti reiðinnar. Húsráðandinn hefur misst valdið yfir plássinu til konunnar.
Framangreindar útlits- og hegðunarkröfur má jafnframt greina í verkum
kristínar eiríksdóttur, til að mynda í Kjötbænum, (2004) sem er, eins og titill-
inn gefur til kynna, verk sem er býsna ríkt af líkamlegu myndmáli. Þetta
er prósaljóð sem fjallar um kötu og kulnað samband hennar við kærast-
ann kalvin. kata er ljóðmælandinn og segir frá í fyrstu persónu frásögn en
ávarpar kalvin reglulega í gegnum verkið í annarri persónu milli þess sem
hún segir frá honum í þriðju persónu. Verkið hverfist einnig um höfnun
kötu á samfélaginu, óttanum við það, kröfurnar og áreitið sem því fylgir
sem helst í hendur við vaxandi ógn af kalvin innan veggja heimilisins. Hún
leiðir á endanum til þess að kata dregst til hefðbundinnar samfélagsþátt-
töku. Kjötbærinn kom út rúmlega tíu árum eftir það sem mætti kalla upphaf
póstfemínismans, á tímum efnahagslegs góðæris, upphafinnar poppmenn-
ingar og strangra útlitskrafna, og kata vill „vera í friði fyrir öllu áreitinu“151,
kröfum og væntingum og óþörfum upplýsingum. lausn hennar er að loka
148 Sama heimild, bls. 36.
149 Deborah lupton, Medicine as Culture, bls. 37.
150 Þóra Hjörleifsdóttir, „Bölvun“, bls. 36.
151 Þröstur Helgason, „Það sem ég veit ekki heillar mig“, Mbl, Menningarblað/Lesbók, 23.
október 2004, sótt 10. ágúst 2018 af https://www.mbl.is/greinasafn/grein/825113/.