Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2022, Blaðsíða 151
UNNUR BIRNa KaRlSDóTTIR
150
fátæks fólks í heiminum og háðari aðgangi að landi til að afla sér fæðu, vatns
og eldiviðar. Þessi aðgangur er í hættu þegar þurrkar, flóð og hærri sjávar-
staða verða að meira vandamáli í kjölfar loftlagsbreytinga, heldur hún áfram.
Við þetta bætist að konur hafa víða lítinn ef nokkurn rétt til eigna á landi og
öðrum auðlindum, njóta ekki fjárhagslegs sjálfstæðis og fá ekki aðgang að
ákvarðanatöku af nokkru tagi. Slíkt kynbundið misrétti og fastmótuð kynja-
hlutverk þar sem konur eru í undirmálsstöðu gagnvart körlum veikir enn
frekar stöðu kvenna og stúlkna og gerir þær varnarlausari fyrir kynbundnu
ofbeldi innan heimilis sem utan. Hér sé samþætting jafnréttissjónarmiða og
umhverfismála árangursríkust, eða eins og Hafdís Hanna orðar það í pistli
sínum:
Til að takast á við loftslagsvána á heimsvísu, bæði þegar kemur
að aðgerðum til að hægja á loftslagsbreytingum og aðgerðum til
að aðlagast þeim er gríðarlega mikilvægt að leita í viskubrunn og
reynslu kvenna – hvort sem það er í Úganda, Bandaríkjunum, Indó-
nesíu eða á Íslandi. Við þurfum að bjóða konum sæti við borðin
þar sem ákvarðanir eru teknar, við þurfum að hlusta á konur og
meta störf þeirra til jafns við störf karla. Þegar kynin eru jafn rétthá
þegar kemur að ákvarðanatöku og stefnumótun er mun líklegra að
ákvarðanir er varða heilsu og vellíðan kvenna verði teknar af þeim
sjálfum í stað karla sem eiga erfitt með að setja sig í þeirra spor.31
Nálgun og baráttuaðferðir innan vistfemínisma eru fleiri og fjölbreyttari en
hér hefur verið rakið í stuttu máli, eftir því hvar í heiminum og í hvern-
ig samfélögum og menningu konur lifa, og fræðileg rannsóknarefni undir
merkjum þessarar stefnu eru að sama skapi af ýmsu tagi. Bent hefur verið á
að ekki sé hægt að alhæfa fyrir alla hópa kvenna undir merkjum vistfemín-
isma. Ástæðan er sú að aðstæður kvenna í heiminum eru of misjafnar til þess
að hægt sé að alhæfa út frá einni hlið. Horfa þurfi á málin ekki aðeins út
frá konum almennt enda séu konur í heiminum ekki einn einsleitur hópur,
langt í frá. Taka þurfi mið af mismunandi veruleika og aðstæðum kvenna
31 Hafdís Hanna ægisdóttir, „Konur og loftslagsmálin“, Ruv.is 17. mars 2021, sótt 15.
janúar 2022 af https://www.ruv.is/frett/2021/03/17/konur-og-loftlagsmalin. Í þessu
samhengi má einnig minnast skrifa Guðna Elíssonar sem hefur bent á að menntun
stúlkna í þróunarlöndum sé mjög mikilvægur liður í baráttunni við loftslagsbreyt-
ingar. Sjá Guðni Elísson, „Vatnsdæla – gjöf sem getur breytt heiminum“, Visir.is 2.
desember 2017, sótt 21. júní 2022 af https://www.visir.is/g/20171082492d.