Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2022, Blaðsíða 190
VIðTöKUR FEMÍNÍSKRa BóKMENNTaRaNNSóKNa
189
rannsóknir. Þessum rannsóknum hafði ég kynnst í Noregi þegar ég var þar
sendikennari í íslensku við Háskólann í Bergen á árunum 1973 til 1979. Í
tengslum við starfshóp ráðstefnunnar hélt ég erindi sem ég nefndi „Kvinne
og samfunn i dagens islandske prosaverker“. Þar tók ég fyrir hlutverk og
stöðu kvenna í verkum nokkurra íslenskra samtímahöfunda, meðal annars
Indriða G. Þorsteinssonar, en hann var sá eini sem fékk verulega gagnrýni
fyrir fordóma í kvenlýsingum, oft mjög klúrum. Í sögum sínum lýsir hann
konum eingöngu sem kynverum í afstöðu við karla sem þær eru auk þess
mjög hrifnar af, ekki síst ef þeir eru í einkennisbúningi. Þessi fyrirlestur birt-
ist síðan í ráðstefnuritinu Ideas and Ideologies sem Sveinn Skorri Höskuldsson
ritstýrði og kom út ári síðar, eða 1975.3
Ekki minnist ég þess að Indriði hafi sjálfur verið á ráðstefnunni, og hlust-
að á erindið, en hann hefur haft veður af því og brást skjótt við með smásögu
sem hann birti í Samvinnunni strax um haustið.4 Í þessari sögu, sem ber
hið óræða heiti „Frostnótt á annarri hæð“, má þegar sjá þá prótótýpu orð-
ræðunnar sem síðar varð ríkjandi um femínískar bókmenntarannsóknir.5 Þar
eru reyndar ekki rannsóknirnar og niðurstöður þeirra í fókus, heldur rann-
sakandinn og persóna hennar sem er vægast sagt varhugaverð. Þetta er ekki
góð saga, en það er einmitt oft í slíkum sögum sem hugmyndafræðin kemur
skýrast fram, liggur þar eins og á yfirborðinu.
Í sögunni er ungur karlmaður kominn í partí til að fara á kvennafar. Þá
bregður svo við að kvenfólkið í partíinu eru þrír femínistar sem gera ekki
annað en tala um jafnréttismál. Þessar konur eru að montast af því að hafa
3 Ideas and Ideologies in Scandinavian Literature since the First World War: Proceedings
of the 10th Study Conference of the International Association for Scandinavian Studies,
held in Reykjavík, July 22-27, 1974, ritstjóri Sveinn Skorri Höskuldsson, Reykjavík:
University of Iceland, Institute of literary Research, 1975, bls. 215–240.
4 Þjóðviljinn var eina blaðið sem sagði frá ráðstefnunni, og má vera að Indriði hafi
lesið um hana þar. Í ýtarlegri umfjöllun staldraði Árni Bergmann einkum við er-
indi mitt og sagði: „Kannski er dálítið út í hött að reyna að drepa á einstaka fyrir-
lestra, þá er allavega ekki hægt að skoða svo vit sé í, fyrr en þeir koma út á prenti.
Helga Kress talaði t.d. um meðferð á konum í síðustu bókum Indriða G., Thors,
Svövu og Guðbergs. Má vera að einhverjum hafi fundist málsmeðferð full ögrandi,
jafnvel ósanngjörn í garð Indriða, til dæmis. En því ekki það? Kvennamálin eru í
reynd ferskasti „málstaðurinn“ […]. Því er engin ástæða til að frábiðja sér „einhliða“
skoðun, að hlutirnir séu yddir til að menn taki við sér, veiti betur athygli því sem þeir
áður létu sér sjást yfir.“ Árni Bergmann, „af Marx, Freud og kvenfólki“, Þjóðviljinn
1. ágúst 1974, bls. 7.
5 Indriði G. Þorsteinsson, „Frostnótt á annarri hæð“, Samvinnan 5/1974, bls. 8–11.
Endurpr. tólf árum síðar í smásagnasafni hans, Átján sögur úr álfheimum, Reykjavík:
almenna bókafélagið, 1986.