Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2022, Blaðsíða 20
„leIðIN eR INNÁVIð OG UPPÍMÓTI“.
19
líkt og Þórdís fjallaði um í bók sinni. Rithöfundurinn Steinar Bragi hefur
einnig tekið skýrt fram í viðtali við Vísi að Á mannamáli hafi haft sterk áhrif
á hann.80 kata, söguhetja samnefndrar skáldsögu hans (2014), fyllist inn-
blæstri við lestur bókarinnar og Björn Þór Vilhjálmsson hefur bent á að
hún hafi haft í för með sér „róttæka viðhorfsbreytingu“ hjá kötu.81 Ólgandi
bræði hennar gagnvart nauðgurum og morðingjum dóttur hennar fer stig-
vaxandi og endar í blóðugri hefnd hennar.82
Óhætt er að segja að sá femínismi sem nú er í algleymingi í íslenskri
þjóðfélagsumræðu feli í sér vitundarvakningu um hve útbreitt kynferðisof-
beldi sé í raun og veru og mikilvægi þess að þolendur slíks ofbeldis „skili
skömminni“ til gerenda sinna. Þá er einnig hamrað á rétti kvenna til þess að
„taka pláss“ í margvíslegum skilningi og þá áherslu má sjá á samfélagsmiðl-
um. Samstaða ólíkra kvenna og nethópar eru mikilvægir í þessu samhengi
sem er í beinni andstöðu við einstaklingshyggju póstfemínista.83 Svo dæmi
sé tekið úr dægurmenningu Íslands um samstöðuáherslu má nefna rapp-
hljómsveitina Reykjavíkurdætur sem var búin til úr mörgum, fámennum
rappdúóum- og hópum sem sameinuðust í hópi þrettán kvenna árið 2013.84
Árið 2015 bar atriði Hagaskóla, „elsku stelpur“, sigur úr býtum í Skrekki,
hæfileikakeppni grunnskóla Reykjavíkur, en þar var á ferðinni stór hópur
unglingsstúlkna sem flutti samnefnt slammljóð og dansatriði. Atriðið er
ádeila á útlits- og hegðunarkröfur sem gerðar eru til stelpna og endar á sam-
stöðuákalli í anda annarrar bylgju. Hagaskólastelpur minna kynsystur sínar
á fyrri bylgjur, einkum rauðsokkana, og ganga þannig þvert á póstfemíníska
orðræðu: „en við biðjum ykkur stelpur, / að halda alltaf áfram, / að gleyma
ekki skiltunum / sem stóðu upp úr göngum / að gleyma ekki konunum / sem
hrópuðu í myrkri […]“.85
80 Friðrika Benónýsdóttir, „eðlilegt að vilja drepa gerandann“, Vísir 11. október 2014,
sótt 24. janúar 2019 af https://www.visir.is/g/2014710119983/.
81 Björn Þór Vilhjálmsson, „Stríð gegn konum. Kata og nauðgunarmenning“, Ritið
3/2018, bls. 125–149, hér bls. 131.
82 Steinar Bragi, Kata, Reykjavík: Mál og menning, 2015.
83 Alda Björk Valdimarsdóttir, „„Ég er ekki þunn!““, bls. 12.
84 Ólöf Skaftadóttir, „Frumsýnt á Vísi. Þú gætir fengið femínistablæti ef þú horfir á
þetta vídjó“, Vísir 20. desember 2013, sótt 13. október 2018 af https://www.visir.
is/g/2013131229903.
85 Una Torfadóttir, „elsku stelpur“, Knúz – femínískt vefrit, 17. nóvember 2015, sótt 13.
nóvember 2018 af https://knuz.wordpress.com/2015/11/17/elsku-stelpur/. Nokkrum
árum eftir siguratriðið má auk þess greina sambærilegan eða tengdan boðskap í fleiri
atriðum hæfileikakeppninnar, eins og sjá mátti til dæmis á Skrekki 2021 í atriðunum
„Fokk þöggun“ frá Hagaskóla („Skrekkur 2021. Hagaskóli: Fokk þöggun“, RÚV 8.