Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2022, Blaðsíða 23
ÁSDÍS HelGA ÓSkARSDÓTTIR
22
Árið 2017 kom út bókin Ég er drusla sem átti að „fanga anda Druslu-
göngunnar“ með ljósmyndum, frásögnum og ljóðum.92 Í bókinni má finna
valdar ræður úr göngunni, stuttar greinar og hugleiðingar, ljóð, ljósmyndir
og myndlist. Þá má jafnframt halda því fram að Druslugangan feli í sér ádeilu
á ráðandi fegurðarímynd og fagni fjölbreytilegu útliti kvenna, líkamsstærð
og klæðaburð, vegna boðskaparins um að útlit fólks, hegðun eða klæðnaður
skipti ekki máli; enginn kalli ofbeldi eða áreiti yfir sig.
2.2 Samfélagsmiðlaaðgerðir (2012- )
Samfélagsmiðlar eru miðlægir í femínisma samtímans sem felur í sér staf-
ræna aðgerðastefnu (e. online activism). Almenn umræða um femínisma og
afhjúpun femínista á kvenfyrirlitningu sem leynist í hversdagsleikanum og
reynslu allra kvenna af kynjamisrétti hefur verið áberandi viðfangsefni á
þeim vettvangi. Árið 2012 birti Hildur lilliendahl Viggósdóttir (f. 1981)
myndaalbúm á Facebook þar sem hún hafði safnað saman skjáskotum af
niðrandi og hatursfullum ummælum karla um konur á internetinu. Við-
brögðin við framtakinu voru býsna öflug – sem sést kannski einna best á því
að hún var kosin hetja ársins árið 2012 á fréttamiðlinum DV fyrir að hafa
„barist fyrir jafnréttismálum hér á landi og gegn því að kvenfyrirlitning og
lítillækkun á konum í orðræðu verði að eðlilegum hugsunarhætti.“93 Aðgerð
Hildar stuðaði samt sem áður marga og hún fékk haturspósta og ofbeldis-
hótanir.94
Breski rithöfundurinn laura Bates setti á laggirnar „everyday Sexism“ á
internetinu árið 2012 þar sem hún gaf konum kost á að skrásetja hversdags-
lega reynslu af kynjamisrétti til þess að afhjúpa bæði smáar og stórar myndir
þess.95 Dæmi um sambærilegan gjörning í íslensku samhengi eru umræður
92 Ingileif Friðriksdóttir, „Ég er „drusla“ að veruleika“, Mbl, 23. júní 2017, sótt 10.
febrúar 2018 af https://www.mbl.is/frettir/innlent/2017/06/23/eg_er_drusla_ad_
veruleika_2/.
93 Gunnhildur Steinarsdóttir, „Hildur lilliendahl er hetja ársins 2012“, DV 28. des-
ember 2012, sótt 20. febrúar 2018 af https://timarit.is/page/6386085#page/n55/
mode/2up.
94 Hildur lilliendahl Viggósdóttir, „AkTA – kATA – HATA“, Ritið 3/2014, 2014, bls.
255–267, hér bls. 259; Ingibjörg Dögg kjartansdóttir og Jóhann Páll Jóhannsson,
„Ég myndi berja hana í andlitið“, DV 4.-6. janúar 2013 sótt 10. febrúar 2018 af
https://timarit.is/page/6467821#page/n9/mode/2up.
95 Hannah Betts, „Rape threats, groping and perverts – everyday Sexism. Why laura
Bates is shouting back“. The Telegraph 12. apríl 2014, sótt 12. febrúar 2018 af https://
www.telegraph.co.uk/women/womens-life/10757216/Rape-threats-groping-and-
perverts-everyday-Sexism-why-laura-Bates-is-shouting-back.html