Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2022, Blaðsíða 78
„HVER VIll VERðA HREIn mEY AFTUR?“
77
úr, eins og rithöfundurinn Amy Sohn hefur bent á en hún skrifaði leiðarvísi
með þáttaröðinni:
Ég reyni að gefa Carrie sögulegt samhengi með það í huga að
skoða hvernig hún passar inn í umhverfi sitt og hver hún telur sig
vera. Carrie á heima í klassíkinni […]. Um er ræða svolítið af Holly
Golightly, svolítið af höfundum sem skrifa fyrir The New Yorker.
Þetta er Edith Wharton, Evelyn Waugh og F. Scott Fitzgerald. En
Carrie er líka afurð síns tíma.84
Þættirnir Sex and the City eru samkvæmt þessari greiningu sögur af dag-
legu lífi einhleypra millistéttarkvenna í new York. Borgin verður þannig
mikilvægur bakgrunnur frásagnarinnar, eins og sú stétt sem vinkonurnar til-
heyra, rétt eins og í verkunum sem Sohn vísar til, sögum eins og The Age of
Innocence eftir Edith Wharton, Breakfast at Tiffany’s eftir Truman Capote og
kvikmynd leos mcCarey An Affair to Remember (1957) þar sem Cary Grant
og Deborah Kerr leika aðalhlutverkin. En handritshöfundarnir leitast líka
við að setja stefnumótamenningu í annað samhengi þar sem staða kvenna
er orðin önnur en hún var á nítjándu og tuttugustu öldinni. Aðalpersónan,
Carrie Bradshaw, dregur þessa túlkunarforsendu skýrt fram strax í fyrsta
þættinum, „Sex and the City“: „velkomin í öld ósakleysisins. Enginn fær sér
morgunmat á Tiffany og enginn á í Eftirminnilegum kynnum.“85
Hjónaband og dauði í póstfemínískri hugmyndafræði
Á tíunda áratugnum vakti einhleypa konan upp heitar pólítískar umræður
um val þeirra kvenna sem kusu að búa einar og vildu ekki fjölskyldu. Halda
má því fram að þættirnir endurspegli þessar deilur um leið og þeir varpi ljósi
á breytingar á högum kvenna á árunum kringum síðustu aldamót. Ashley
nelson segir frá því í grein sinni „Sister Carrie meets Carrie Bradshaw“ að
ári eftir að þættirnir hófu göngu sína hafi tímaritið Cosmopolitan varað við
einhleypum konum og sagt að ef þú giftir þig ekki á þrítugsaldri þá fari þér
að líða fáránlega.86 Þættirnir takast á við spurningar eins og þessar um líf
84 Amy Sohn, Sex and the City. Kiss and Tell, new York: Pocket Books, 2002, bls. 22.
Holly Golightly er aðalsöguhetja nóvellu Trumans Capote Breakfast at Tiffany’s frá
1958.
85 Sex and the City, „Sex and the City“ (1:1): „Welcome to the age of “uninnocence”.
no one has ‘Breakfast at Tiffany’, and no one has ‘Affairs to Remember’“.
86 Sjá Ashley nelson, „Sister Carrie meets Carrie Bradshaw exploring progress,