Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2022, Blaðsíða 146
GRæNN FEMÍNISMI
145
Hreyfingunni óx ásmegin á níunda og tíunda áratug 20. aldar með útgáfu
rita og fjölmörgum ráðstefnum. Farið var að beita femínískum sjónar-
hornum í umhverfismálum. Á fræðilegum vettvangi birtust lykilrit sem ljáðu
vistfemínisma rödd, og er til dæmis útkoma bókar Susan Griffin, Woman and
Nature. The Roaring Inside Her (1978), oft nefnd í því sambandi.18 Einnig og
ekki síður verk Carolyn Merchant, The Death of Nature (1980), þar sem hún
skrifar „dauða náttúrunnar“ og kúgun kvenna á reikning vísinda- og tækni-
byltingarinnar.19 Fjölmörg fleiri og nýrri lykilrit og rannsóknir hafa síðan
komið út, en of langt mál er að rekja það hér.20
Vistfemínismi er visthverf (e. ecocentric) hugmyndafræði. Mannhverfri
(e. anthropocentric) afstöðu til tengsla manns og náttúru er hafnað og tekin
ómannhverf (e. non-anthropocentric) eða öðru heiti náttúruhverf afstaða.21
18 Susan Griffin, Woman and Nature. The Roaring Inside Her, New York: Harper &
Row, 1978.
19 Carolyn Merchant, The Death of Nature. Women, Ecology, and the Scientific Revolution,
New York: Harper og Row, 1980.
20 Hér má til dæmis nefna í tímaröð útgáfu: Maria Mies, Vandana Shiva og ariel Salleh
(formáli), Ecofeminism, london: Zed Books, 2014; Vandana Shiva, „The Impoveris-
hment of the Environment. Women and Children last“, Environmental Philosophy.
From Animal Rights to Radical Ecology, ritstjóri Michel E. Zimmerman og fleiri, Upper
Saddle River: Prentice Hall, 2001, 3. útgáfa, bls. 287–304; Ecological Feminist Philo-
sophies, ritstjóri Karen Warren, Bloomington, Indiana: University of Indiana Press,
1996; Rosi Bradiotti og fleiri, Women, the Environment, and Sustainable Development.
Towards a Theoretical Synthesis, london: Zed Books, 1994; Joni Seager, Earth Follies.
Coming to Feminist Terms with the Global Environmental Crisis, New York: Routledge,
1993; Vandana Shiva, Staying Alive. Women, Ecology, and Development, london: Zed
Books, 1989; Irene Dankelman og Joan Davidson, Women and Environment in the
Third World, london: Earthscan Publications, 1988.
21 Samkvæmt mannhverfum gildum (e. anthropocentrism) felst verðmæti náttúrunnar í
því hvernig hún nýtist eða þjónar manninum (til búsetu, fæðu, og auðlindanýtingar
og svo framvegis). Manninum er skipaður sess æðri öðru í náttúrunni. Samkvæmt
náttúruhverfum sjónarmiðum (e. non-anthropocentric) er náttúran uppspretta verð-
mæta óháð gildismati mannsins. Hún hefur eigingildi, verðmæti hennar liggur í
henni sjálfri, öllu sem hún inniheldur. Í visthverfri sýn náttúru (e. ecocentrism) er þýð-
ing vistkerfa og samspil þeirra meginatriðið, og ber manninum að taka tillit til og
laga sig að þörfum annars í náttúrunni, enda þjóni það manninum best í heildina litið
því hann er hluti af vistkerfum náttúrunnar. Um hugtök og stefnur í náttúrusiðfræði,
sjá til dæmis greinasafnið Environmental Philosophy. From Animal Rights to Radical
Ecology, ritstjóri Michael E. Zimmerman og fleiri, Upper Sadle River: Prentice Hall,
2001, þriðja útgáfa; sjá þar greinar eftir ýmsa höfunda um strauma og stefnur innan
náttúrusiðfræði bls. 7–252 og um vistfemínisma bls. 253–342; Þorvarður Árnason,
„Náttúran sem siðfræðilegt viðfangsefni“, Landabréfið 18–19: 1/2002, bls. 58–65;
Pálína axelsdóttir Njarðvík, „Hugsanaskekkjur, ályktanavillur og notkun fortalna
í þjóðfélagsumræðu. Innihaldsgreining á blaðaumfjöllun um Norðlingaölduveitu“,