Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2022, Blaðsíða 119

Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2022, Blaðsíða 119
GUðRÚn STEInÞÓRSDÓTTIR 118 í vetrarkuldann; hún kýs dauðann fram yfir ósjálfstæðið. Eftir að hafa lagt sig alla fram, sýnt einstakan styrk og seiglu virðist hún hafa gefist upp á lífs- baráttunni. Úti gengur hún fram á stallsystur sína Lóló og er það dæmigert fyrir góðmennsku Systu að hún hlúir að vinkonu sinni og kemur henni fyrir á dósavagninum sínum. Það logar á litlu kertaljósi á meðan konurnar tvær halda inn í myrkrið á leið í faðm dauðans. Leikslokin eru þannig óþægileg áminning um örlög margra þeirra sem lifa undir fátækramörkum og settir eru út á kaldan klakann af þeim sem fara með völdin í samfélaginu.71 Að lokum Systu megin er ekki fyrsta bók Steinunnar þar sem hún tekst á við alvarleg og falin samfélagsmál en allt frá upphafi ferils síns hefur hún verið gjörn á að ljá þeim rödd sem ekki gætu sagt sögu sína sjálfir. Í því skyni hefur hún til að mynda áður beint sjónum að hrjáðum börnum og vanhæfum for- eldrum þeirra.72 Systu megin sker sig þó frá öðrum verkum Steinunnar þar sem komið er inn á vanrækslu því í leiksögunni eru áhrif hennar í þröngu samhengi og víðu svo vel sýnd; hvernig foreldrar geta vanrækt börnin sín án þess að nokkur komi þeim til bjargar og eins hvernig hið opinbera bregst stórum hópi fólks sem neyðist til að lifa við bágbornar aðstæður og skrimta þótt nægur peningur sé til skiptanna. Borgarmyndin, stéttaskiptingin og kaldlyndi samfélagsins sem blasa við lesendum út frá sjónarhóli Systu, fá- tæka flandrarans og vanrækta barnsins, eru nöturleg svo ekki sé meira sagt. Mammfreskjurnar eru víða og það er einkar dýrmætt að fá eins áhrifaríka bók og Systu megin til að minna á það.73 71 Örlög vinkvennanna og staða kallast að sjálfsögðu á við hlutskipti aðalpersónunnar í sögunni Litla stúlkan með eldspýturnar eftir H. C. Andersen. Eins og Systa og Lóló er stúlkan bláfátæk en í lok sögu verður hún úti á gamlársdag. (Sjá H. C. Andersen, Litla stúlkan með eldspýturnar, þýðandi Böðvar Guðmundsson, Reykjavík: PP forlag, 2004.) Á textatengslunum er raunar hamrað í leiksögunni því þar minnast vinkon- urnar í tvígang á litlu stúlkuna eða „lillu hrylluna“ eins og Lóló kallar hana; annars vegar þegar Lóló er fyrst kynnt til sögunnar og hins vegar undir blálok hennar. Í bæði skiptin nefnir Systa að hún hafi grátið yfir sögunni en bendir jafnframt á að stúlkan átti ömmu í hinu efra. Textatengslin, athugasemdir Systu um litlu stúlkuna og nafngift Lólóar undirstrika enn betur jaðarstöðu persónanna í sögu Steinunnar. Steinunn Sigurðardóttir, Systu megin, bls. 16 og 180. 72 Hér má minnast skáldsagnanna Sólskinshests (2005) og Jójó (2011). 73 Þessi grein er hluti af verkefninu Ímyndunaraflið (221478-1801) sem stutt er af Starfslaunasjóði sjálfstætt starfandi fræðimanna. Ég þakka Sigrúnu Margréti Guð- mundsdóttur og ritrýnendum fyrir góðar og gagnlegar ábendingar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164
Blaðsíða 165
Blaðsíða 166
Blaðsíða 167
Blaðsíða 168
Blaðsíða 169
Blaðsíða 170
Blaðsíða 171
Blaðsíða 172
Blaðsíða 173
Blaðsíða 174
Blaðsíða 175
Blaðsíða 176
Blaðsíða 177
Blaðsíða 178
Blaðsíða 179
Blaðsíða 180
Blaðsíða 181
Blaðsíða 182
Blaðsíða 183
Blaðsíða 184
Blaðsíða 185
Blaðsíða 186
Blaðsíða 187
Blaðsíða 188
Blaðsíða 189
Blaðsíða 190
Blaðsíða 191
Blaðsíða 192
Blaðsíða 193
Blaðsíða 194
Blaðsíða 195
Blaðsíða 196
Blaðsíða 197
Blaðsíða 198
Blaðsíða 199
Blaðsíða 200
Blaðsíða 201
Blaðsíða 202
Blaðsíða 203
Blaðsíða 204
Blaðsíða 205
Blaðsíða 206
Blaðsíða 207
Blaðsíða 208
Blaðsíða 209
Blaðsíða 210
Blaðsíða 211
Blaðsíða 212
Blaðsíða 213
Blaðsíða 214
Blaðsíða 215
Blaðsíða 216
Blaðsíða 217

x

Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar
https://timarit.is/publication/1098

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.