Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2022, Blaðsíða 57
AlDA BjöRK VAlDImARSDóTTIR
56
mikla áherslu á hina vinnandi, sjálfstæðu konu og töldu að önnur bylgjan
væri of upptekin af konum sem þolendum kynferðisofbeldis og að viðhorfin
til kynlífs almennt væru of neikvæð.18 Í þessu samhengi brýst einnig fram
umræða um muninn á svokölluðum valdafemínisma og fórnarlambsfemín-
isma. Konur hafa samkvæmt mörgum femínistum þriðju bylgjunnar vald til
þess að skapa sig sjálfar og þurfa að nýta sér það. Það dragi úr femínisma að
einblína jafn mikið á konur sem þolendur ofbeldis og önnur bylgjan hafi gert
og sé að þeirra mati gamaldags hugsunarháttur.
Oft er talað um að níundi áratugurinn hafi einkennst af bakslagi en að
á þeim tíunda hafi femínisminn orðið vinsæll aftur þegar póstfemínisminn
tekur völdin. En því er ekki að neita að þá gerist það með svo breyttum for-
merkjum að margar konur sem aðhylltust þessa nýju leið til þess að greina
kynin og stöðu konunnar í samfélaginu sáu hann ekki einu sinni sem femín-
isma. Dæmi má finna um slík viðhorf í viðtölum við heimsþekktar listakonur
frá upphafsárum 21. aldarinnar en þær eru undir áhrifum af póstfemínism-
anum þótt þær nefni hann ekki og sumar þeirra vilja gjarnan sjá femínismann
endurnýja sig á þessum nýju forsendum. Sem dæmi má nefna að stjörnur á
borð við madonnu, Söruh jessicu Parker og meryl Streep segjast ekki vera
femínistar heldur „húmanistar“.19 Einnig má minnast orða Katy Perry þegar
hún tók við Billboard verðlaunum sem kona ársins árið 2012: „Ég er ekki
femínisti en ég trúi samt á styrkleika kvenna.“20 Í viðtali við Today árið 2014
endurskoðaði hún þessi orð sín og lagði fram nýja skilgreiningu á afstöðu
sinni til femínismans: „Ég skildi aldrei hvað það orð merkti, og núna geri
ég það, það merkir bara að ég elska sjálfa mig og ég elska líka karlmenn.“21
Samkvæmt samantekt á netinu frá 2013 segir Geri Halliwell að femínismi
gjarnan einfölduð og gert lítið úr þunga þeirra.
18 Stéphanie Genz og Benjamin A. Brabon, Postfeminism, Cultural Texts and Theories,
bls. 64.
19 Kate Dries, „The many misguided Reasons Famous ladies Say ´I´m not a
Feminist“, Jezebel, 2. nóvember 2013, sótt 1. mars 2022 af https://jezebel.com/
the-many-misguided-reasons-famous-ladies-say-im-not-a-1456405014; Soraya
nadia mcDonald, „meryl Streep Says She‘s a Humanist, not a Feminist“, The
Washington Post, 30. september 2015, sótt 1. mars 2022 af https://www.washingtonpost.
com/news/arts-and-entertainment/wp/2015/09/30/meryl-streep-says-shes-a-
humanist-not-a-feminist/.
20 megan morris, „Katy Perry Says She´s not a Feminist“, Cosmpolitan, 4. desember
2012, sótt 1. mars 2022 af https://www.cosmopolitan.com/entertainment/celebs/
news/a10940/katy-perry-feminist/.
21 „Karl Interviews Katy Perry“, Today, 16. mars 2014, sótt 1. mars 2022 af https://
www.youtube.com/watch?v=H40rIbAc2ck.