Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2022, Blaðsíða 126

Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2022, Blaðsíða 126
FITJAð Upp Á nýTT 125 haustið 1965 og hún sagði síðar frá því hversu tvíbent sú reynsla hafi verið, annars vegar að upplifa bjartsýni um að framundan væru miklar breytingar innan rómversk kaþólsku kirkjunnar, en hins vegar að verða vitni að því karlræði sem þar ríkti.12 Í nýjum formála að bók sinni, The Church and the Second Sex sem upphaflega kom út árið 1968 en var endurútgefin árið 1975 og aftur árið 1985, segir Daly frá því að það hafi meðal annars verið reynsla hennar á Vatikanþinginu sem varð til þess að hún skrifaði bókina.13 Bókin var skrifuð undir áhrifum frá franska heimspekingnum Simone de Beauvoir (1908–1986) (sem Daly bendir á að hafi einu sinni tilheyrt rómverks kaþ- ólsku kirkjunni)14 og bók hennar um hitt kynið,15 en með henni lagði Daly grunninn að femínískri guðfræði. Í bókinni gagnrýndi Daly kirkjuna fyrir afstöðuna til kvenna og fyrir að viðhalda hefðbundinni hugmynd um konur sem bæði upphefur þær og niðurlægir.16 Þó að Daly væri ekki tilbúin til að kveðja kirkju og kristni í bókinni um kirkjuna og hitt kynið, þá var þess ekki langt að bíða að það yrði raunin.17 Í upphafi áttunda áratugarins hafði Daly komist að þeirri niðurstöðu að ekki aðeins kirkjustofnunin (kristin kirkja almennt) heldur líka kristin trú væri svo samofin feðraveldinu að femínistar hefðu ekki val og gætu ekki annað en klippt á öll tengsl. Reyndar væri bæði kirkja og kristni beinlínis hættuleg konum og því eins gott fyrir þær að forða sér. Daly gerir grein tions/cfaith/documents/rc_con_cfaith_doc_19761015_inter-insigniores_en.html. Þessi niðurstaða hefur síðan verið áréttuð af öðrum páfum, nú síðast af Frans páfa, þó að hann hafi ákveðið að óvígðar konur mættu lesa ritningartexta í messum. Sjá: „pope Francis: Ministries of lector and acolyte to be open to women“, Vativan News, 2021, sótt 15. apríl 2022 af https://www.vaticannews.va/en/pope/news/2021-01/pope-francis-opens- ministries-lector-acolyte-women.html. 12 Sama heimild, bls. 9–10. 13 Sama heimild, bls. 10. 14 Daly, The Church and the Second Sex, bls. 16–17. 15 Simone de Beauvoir, The Second Sex, ensk þýð. H. M. parshley, new York: Vintage Books, 1989. 16 Sama heimild, bls. 53. 17 Bókin var engu að síður ástæða þess að Daly missti kennarastöðu sína við Boston College. Skólinn neyddist til að láta undan miklum mótmælum fólks og kröfum þeirra um að Daly fengi aftur stöðu sína. Daly fékk fastráðningu sem hún hélt til 1999, þegar henni var aftur sagt upp, en skólinn neitaði henni ítrekað um framgang í stöðu prófessors (sama heimild, bls. 11–12). Sjá einnig: Caryn D. Riswold, Two Reformers. Martin Luther and Mary Daly as Political Theologians, Eugene, Oregon: Cascade Books, 2007, bls. 32–33. Daly var að lokum neydd til að hætta og fara á eftirlaun eftir að hafa neitað beiðni karlnemanda um að sitja í inngangsnámskeiði í femínískri siðfræði (Riswold, Two Reformers, bls. 152–153).
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164
Blaðsíða 165
Blaðsíða 166
Blaðsíða 167
Blaðsíða 168
Blaðsíða 169
Blaðsíða 170
Blaðsíða 171
Blaðsíða 172
Blaðsíða 173
Blaðsíða 174
Blaðsíða 175
Blaðsíða 176
Blaðsíða 177
Blaðsíða 178
Blaðsíða 179
Blaðsíða 180
Blaðsíða 181
Blaðsíða 182
Blaðsíða 183
Blaðsíða 184
Blaðsíða 185
Blaðsíða 186
Blaðsíða 187
Blaðsíða 188
Blaðsíða 189
Blaðsíða 190
Blaðsíða 191
Blaðsíða 192
Blaðsíða 193
Blaðsíða 194
Blaðsíða 195
Blaðsíða 196
Blaðsíða 197
Blaðsíða 198
Blaðsíða 199
Blaðsíða 200
Blaðsíða 201
Blaðsíða 202
Blaðsíða 203
Blaðsíða 204
Blaðsíða 205
Blaðsíða 206
Blaðsíða 207
Blaðsíða 208
Blaðsíða 209
Blaðsíða 210
Blaðsíða 211
Blaðsíða 212
Blaðsíða 213
Blaðsíða 214
Blaðsíða 215
Blaðsíða 216
Blaðsíða 217

x

Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar
https://timarit.is/publication/1098

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.