Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2022, Blaðsíða 84
„HVER VIll VERðA HREIn mEY AFTUR?“
83
fantasíu hennar, svokallað prinsessubrúðkaup. Charlotte skýtur sig í fótinn
þegar hún ætlar að bíða með kynlíf með Trey þar til eftir giftinguna því hún
áttar sig of seint á því að hann á við risvandamál að stríða: „Hver vill verða
hrein mey aftur?“ spyr Carrie hana í því samhengi. „Það er nógu vont í
fyrsta skiptið.“103 Carrie tekur því undir það sjónarhorn þáttanna að það sé
heimskuleg ákvörðun að stunda ekki kynlíf áður en þú gengur í hjónaband.
Það gefur líklega augaleið að þættir sem bera orðið kynlíf í heiti sínu
snúist að talsverðu leyti um kynvitund og kynlífsiðkun en strax í fyrsta þætti
þáttaraðanna heita vinkonurnar því að varpa af sér oki kvenþjóðarinnar og
fara að stunda kynlíf eins og karlar.104 Þessi áhersla er sérstaklega ráðandi
framan af en í fimmtu og sjöttu þáttaröð færist áherslan meira yfir á hjóna-
bönd og barneignir. Þættirnir fjalla berort um hluti sem áður áttu ekki erindi
inn í afþreyingarmenninguna, sérstaklega sjónvarp.105 Töluverð umræða er
til dæmis um það hvort titrarar geti komið í stað karlmanna. Í fyrstu þát-
taröðinni hættir Charlotte að hitta vinkonur sínar vegna þess að hún verður
háð titrara sem er kallaður „the Rabbit“. Dildómódel kemur einnig við sögu
í þáttunum þegar vinkonurnar fara til los Angeles í þriðju seríu og húshjálp
miröndu felur víbratorinn hennar því enginn karl muni vilja giftast henni
ef hún notar hann: „Þetta merkir að þú þarft ekki á honum [karlinum] að
halda“.106 Þannig varpa þættirnir fram spurningum um karlmennskuna og
hvort karlmennskan sé mögulega komin í þrot. Karlarnir virðast ekki geta
fullnægt konum, hvorki líkamlega né andlega, hvorki sem elskhugar né sem
lífsförunautar.
103 Sex and the City, „The Big Time“ (3:8).
104 Sex and the City, „Sex and the City“ (1:1).
105 Rætt er um alls kyns kynlífstengdar uppákomur svo sem flengingar (1:6), trekanta
(1:8 og 2:16), titrara (1:9 og 5:6), fótafíkn (2:12), sadómasókisma (2:12), sýniþörf
(2:12), blæti sem tengjast þvaglátum (e. golden shower; 3:2), nektarljósmyndir (4:2),
endaþarmssleikingar (4:6), og kynlífsmyndbönd (6:17), ekki síður en vandamál
tengd endaþarmsmökum (1:4), bráðasáðláti (2:15), limstærð (2:18), bragðgæði sæðis
(3:9), getuleysi (3:13), eða einfaldlega því að verða eldri (6:12). Þarna er líka rætt
um klámneyslu (2:6) og klámvæðingu (3:14), viagra-át (2:8) og dildómódel (3:13),
spurningar sem tengjast umskurði karla (2:9) og óttann við kynsjúkdóma (3:6) og
alnæmi (3:11). Krabbamein í eistum (4:9), þungunarrof (4:11) og brjóstakrabbamein
(6:14) eru einnig viðfangsefni. Síðast en ekki síst er opnað fyrir umræðu um
tvíkynhneigð (3:4) og samkynhneigð (4:3), dragdrottningar (2:9) og dragkóngar
(3:4) eru umfjöllunarefni, auk þess sem sagt er frá hópi vændiskvenna sem farið
hefur í kynleiðréttingu (3:18).
106 Sex and the City, „The Turtle and the Hare“ (1:9); „Attack of the Five Foot Ten
Woman“ (3:3).