Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2022, Blaðsíða 192
VIðTöKUR FEMÍNÍSKRa BóKMENNTaRaNNSóKNa
191
heldur léleg kynferðisvera svona tilsýndar.“ (Bls. 8) „Vera Hress er vísinda-
kona,“ sagði þá vindilglóðin, og fær ekki séð að hún þurfi að reyna vísindin
á eigin skrokki.
Í framhaldi af þessu er rætt um það hvort Vera Hress hafi athugað kynlíf
búfénaðar. Og einnig hvort hún hafi tekið mið af því í rannsóknum sínum
að karlar gerðu ekki annað en að skaffa konum alls kyns lúxus og enduðu
á spítala af vinnuálagi út af þessu. „Kannski var Vera Hress líka prófessor í
dauðsföllum og streitu, eða þá ekkjum [...]“ (bls. 9-10). Það kemur fleira fólk
í partíið, meðal annars skeggjaður karlmaður, þriggja barna faðir, kynntur
sem foli. Sögumaður gefur sig á tal við hann og hefur ekkert annað umræðu-
efni en kvenprófessorinn:
Þekkir þú Veru Hress.
Veru Hress, sagði sá skeggjaði. Hef ég sofið hjá henni.
Þú gætir hafa lent á línuriti hjá henni einhvers staðar, hvað sem
öðru líður.
Eflaust, sagði sá skeggjaði. (Bls. 10)
Sagan endar á því að folinn hverfur með femínista inn í eldhús til ísskápsins,
þar sem þau loka að sér „á meðan jafnréttið rann sitt skeið við nið nýrrar
frystivélar frá Westinghouse.“ (Bls. 11) atriðinu fylgir myndskreyting eftir
Hring Jóhannesson þar sem folinn liggur ofan á femínistanum við ísskápinn,
hún í gallabuxunum en komin úr öðrum klossanum.
Í þessari sögu koma fram ýmis einkenni sem eiga eftir að ganga aftur í
umræðunni: 1) Uppnefnið. 2) lykilsagan. 3) Nafngiftin, prófessorinn. 4)
Tölfræðin. 5) Fræðikonan er kynlaus, óaðlaðandi. 6) Femínistar eru karl-
konur, í karlmannsgervi. 7) Þær reykja útlenda vindla, klæðast útlendri tísku,
fræðin koma frá útlöndum. 8) Undir fræðatalinu leynist hinn raunverulegi
áhugi þeirra: kynlíf og karlmaður. 9) Kynfæratal, klám. 10) Og síðast en ekki
síst: Konur hafa ekki það sem karlar hafa. Þennan ákveðna sterka vöðva.
III
Sumarið 1975 birtist við mig langt viðtal í Þjóðviljanum í tilefni af vísinda-
sjóðsstyrk sem ég fékk til að rannsaka stöðu kvenna í Íslendingasögum.6
6 „‘Eg var ung gefin Njáli . . .‘. Viðtal við Helgu Kress, sem fengið hefur vísindasjóðs-
styrk til að rannsaka stöðu kvenna í fornbókmenntum, um hugmyndir sem fram
koma í bókum fyrr og nú“, Þjóðviljinn 30. júlí 1975, bls. 6. Undirritað ÞS (Þórunn
Sigurðardóttir).