Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2022, Blaðsíða 173

Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2022, Blaðsíða 173
HóLMFRÍðuR GARðARSDóTTIR 172 um strauma og stefnur í kvenfrelsisumræðu á heimsvísu. „Eftir að vitsmuna- legri getu þeirra og frelsi til persónulegra athafna hafði verið hafnað um langt skeið kröfðust femínistar þess að vera álitnar jafnokar karla en ekki eins og þeir“.36 Hún gerði að auki tilraun til að ganga í herinn því þar var heldur ekki tiltekið að konur mættu ekki sækja um. Örlög hennar urðu þau að árið 1932 varð hún fyrir bíl á götu úti í Buenos Aires og fræðimaðurinn Marcela Cantero gefur í skyn að ekki hafi verið um slys að ræða.37 Þegar horft er til baráttunnar fyrir kosningarrétti kvenna annars staðar í álfunni þá var það fyrsta konan sem útskrifaðist sem læknir í Ekvador, Matilde Hidalgo Navarro de Procel (1889–1974),38 sem braut blað þar í landi. Hún krafðist þess að fá að kjósa með því einfaldlega að skrá sig inn á kjörskrá rétt eins og karlar þurftu að gera. uppi varð fótur og fit og málið endaði fyrir þing- inu sem samþykkti árið 1924 að konur fengju kosningarétt – fyrstar kvenna í Rómönsku-Ameríku. Í kjölfarið fylgdu hreyfingar kvenna um álfuna þvera og endilanga og kröfðust þess sama, jafnvel þótt ríkjandi viðhorf hafa lotið að því að heimili og einkalíf skildu áfram vera þeirra umráðasvæði. Sem dæmi má nefna að konur í Úrúgvæ öðluðust réttinn árið 1927, þótt ekki reyndi á þátttöku þeirra fyrr en í þingkosningum árið 1934. Brasilískar konur öðluðust sama rétt árið 1932, argentínskar konur árið 1947. Konur í Síle öðluðust rétt til kosninga í sveitastjórnum árið 1934 og í forseta- og þingkosningum 1949 og mexíkóskar konur öðluðust ekki kosningarétt fyrr en árið 1953.39 Einurð kvenna og áræði Það var í þessari baráttu sem hefð skapaðist fyrir því að andmæla á torgum, að láta til sín taka í almenningsrýmum og glæða baráttuna lífi með aðgerð- um, listviðburðum og gjörningum ýmiss konar. Fjöldasamkomur kvenna urðu áberandi og þegar Eva Perón stóð til dæmis fyrir því að setja á lagg- 36 Asunción Lavrin, Women, feminism, and social change …: „Having been denied intel- lectual capacity and personal freedom of action for a long time, feminists wanted to assert their right to be considered as good as men, but not the same as men“, bls. 5. 37 Marcela Cantero, sama rit, án blaðsíðutals. 38 Frekari umfjöllun um „Matilde Hidalgo de Procel (1889-1974)“, sótt þann 28. ágúst 2022 af http://www.loja.gob.ec/contenido/matilde-hidalgo-de-procel-1889-1974 og „Matilde Hidalgo de Procel, pionera del voto femenino en Hispanoamérica“, sótt sama dag af https://elpais.com/sociedad/2019/11/21/actualidad/1574327354_255470.html. 39 Hafa má í huga að á Nýja Sjálandi áunnust réttindin árið 1892, á Íslandi fengu konur yfir 40 ára fyrst að kjósa árið 1915, bandarískar konur árið 1920 og Sviss rak lestina en þar fengu konur kosningarétt árið 1971. „Votes for Women“, sótt þann 28. ágúst 2022.af https://www.britannica.com/story/votes-for-women.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164
Blaðsíða 165
Blaðsíða 166
Blaðsíða 167
Blaðsíða 168
Blaðsíða 169
Blaðsíða 170
Blaðsíða 171
Blaðsíða 172
Blaðsíða 173
Blaðsíða 174
Blaðsíða 175
Blaðsíða 176
Blaðsíða 177
Blaðsíða 178
Blaðsíða 179
Blaðsíða 180
Blaðsíða 181
Blaðsíða 182
Blaðsíða 183
Blaðsíða 184
Blaðsíða 185
Blaðsíða 186
Blaðsíða 187
Blaðsíða 188
Blaðsíða 189
Blaðsíða 190
Blaðsíða 191
Blaðsíða 192
Blaðsíða 193
Blaðsíða 194
Blaðsíða 195
Blaðsíða 196
Blaðsíða 197
Blaðsíða 198
Blaðsíða 199
Blaðsíða 200
Blaðsíða 201
Blaðsíða 202
Blaðsíða 203
Blaðsíða 204
Blaðsíða 205
Blaðsíða 206
Blaðsíða 207
Blaðsíða 208
Blaðsíða 209
Blaðsíða 210
Blaðsíða 211
Blaðsíða 212
Blaðsíða 213
Blaðsíða 214
Blaðsíða 215
Blaðsíða 216
Blaðsíða 217

x

Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar
https://timarit.is/publication/1098

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.