Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2022, Blaðsíða 97
GUðRÚn STEInÞÓRSDÓTTIR
96
Þótt Systa fari „ekki of mikið í „manngreiningarálit“ um fegurð einstakra
borgarhluta, húsa og gatna“ (7) gerir hún sér „þó glaðan dag í huga og hjarta
þegar uppáhaldshús og borgarhorn verður á vegi“ (7) hennar.
Hugmyndin um flandrarann hefur gjarnan verið rakin til lýsinga í ljóðum
franska skáldsins Charles Baudelaires sem birtust í bókinni Les Fleurs du Mal
1857. Þar kemur glögglega fram „hvernig nútímalegur förumaður strætanna
fer um, horfir og drekkur í sig borgarlífið, baðar sig í framandleika þess; er í
senn nær og fjær“ eins og Ástráður Eysteinsson hefur bent á.9 Skilgreiningin
á flandraranum hefur tekið breytingum frá því á nítjándu öld í takt við sam-
félagsbreytingar og tækninýjungar en enn markast hún þó af því að flandrar-
inn hafi engum sérstökum skyldum að gegna og geti því leyft sér að slæpast,
hanga á kaffihúsum, fylgjast óáreittur með mannlífinu og rölta um borgina.
Ólíkt öðrum borgarbúum hefur flandrarinn því engan annan tilgang í borg-
inni en að vera þar. Borgin er síbreytilegt fyrirbæri en með ferðum sínum
og upplifun getur flandrarinn varpað ljósi á borgarlífið án þess þó að vera
sérstaklega tengdur við tíma eða rúm. Þótt flandrarar séu eins misjafnir og
þeir eru margir hefur verið litið á þá sem afsprengi borgarinnar og um leið
höfunda hennar; það er að segja með hliðsjón af því hvernig þeir upplifa
borgina þegar þeir til dæmis arka um hana, kaupa inn eða gefa sig á tal við
aðra borgarbúa.10
Sýn Systu á Reykjavík er einstök en með lýsingum sínum dregur hún upp
forvitnilega mynd af borginni og um leið af samfélaginu og menningunni
sem þar ríkir og mótast hefur af borgarlífinu. Guðni Elísson hefur bent á að
sífelld hreyfing sé einkennandi fyrir ljóðmælendur Steinunnar „hvort sem
þeir ráfa um götur borganna, halda eftir teinum lestanna, eða út á vegina.
Stundum eru þeir á hröðum flótta undan sjálfum sér“ en „í öðrum tilvikum
sagnir“, Hef ég verið hér áður? Skáldskapur Steinunnar Sigurðardóttur, Reykjavík: Bók-
mennta- og listfræðastofnun, Háskólaútgáfan, 2011, bls. 89–111, hér bls. 95–96.
9 Ástráður Eysteinsson, „Hlið við hlið. Tapað-fundið í framandi borgum“, Ritið
2/2018, bls. 17–49, hér bls. 30.
10 Elfriede Dreyer og Estelle McDowall, „Imagining the flâneur as a woman“, Commu-
nicatio 38: 1/2012, bls. 30–44, hér bls. 31–32. Eitt helsta hlutverk listamanna er að
greina ríkjandi samfélag en því þarf ekki að koma á óvart að margir þeirra hafi verið
flandrarar; sem dæmi má nefna Leo Tolstoy, Virginiu Woolf, Agnèsi Varda og Leon-
ard Cohen. Sbr. Derrick Leon, Tolstoy. His Life and Work, Routledge, 2015; Lauren
Elkin, Flâneuse. Women Walk the City in Paris, New York, Tokyo, Venice, and London,
new York: Farrar, Straus og Giroux, 2018 og Robert Kilborn, „Step out smartly
into spring“, Westmount Magazine, sótt 8. ágúst 2022 af https://www.westmount-
mag.ca/step-out-smartly-into-spring/.