Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2022, Blaðsíða 87
AlDA BjöRK VAlDImARSDóTTIR
86
og tilheyrir ekki raunsönnum veruleikanum. Þrátt fyrir að Carrie daðri við
hugmyndina um hinn eina sanna þá er mr. Big svo gölluð karlhetja að hann
getur varla mætt löngunum hennar. Í fyrsta þættinum er viðfangsefnið að
einhverju leyti lagt upp í spurningu Carrie: „Erum við svona kaldhæðnar?
Hvað um rómantíkina?“113 Carrie vill ekki tapa frelsi sínu og langar ekki í
börn. Í fimmtu þáttaröðinni er hún spurð að því af ritstjórum bókar sem
hún er að fara að gefa út, hvort Carrie sé bjartsýniskona eða svartsýniskona.
Hún getur ekki svarað spurningunni en skrifar: „Hvað gerist þegar raun-
veruleikinn lætur höggin dynja á því sem þú trúir á og ástin, ólíkt því sem
okkur er lofað, sigrar ekki allt.“114 Trúir Carrie yfirhöfuð á ástina? Hún veltir
ástinni mikið fyrir sér og á mótsagnakenndan hátt gefa þættirnir til kynna
að mr. Big sé ástin í lífi hennar og rétti makinn fyrir hana. En þeir gefa þó
á endanum ekki mikið fyrir langtímasambönd, hjónabönd eða fjölskylduna.
Og þótt kynferðisleg ást skipti máli er hún ekki lengur grundvöllurinn að
hamingju.
Í þáttunum má sjá ákveðna spennu á milli þess að trúa á hinn eina rétta
og að gera grín að því að hann sé til. Einnig er mögulega til staðar vonin um
að það sé þess virði að leita að ástinni og skuldbinda sig henni um leið og
þættirnir grafa undan hugmyndinni um að ástarsambönd geti gengið upp.
Það er spurning hvort framsetningin á mr. Big sé að hluta til írónísk, hvort
að sú staðreynd að hann er helsta ástarviðfang Carrie beri vitni um að konur
séu enn þá undir áhrifum af hefðbundnum vinsælum ástarsögum. mr. Big
minnir um margt á hefðbundna karlhetju úr vinsælum ástarsögum, hann er
hrokafullur, valdsmannslegur og yfirgangssamur ásamt því að vera hávaxinn,
dökkur yfirlitum og myndarlegur.115 Hann fer illa með kvenhetjuna, fer á
stefnumót með öðrum konum, giftist annarri konu, skuldbindur sig ekki og
mætir síðan ekki í sitt eigið brúðkaup, en samt sem áður heldur hún áfram að
elska hann.116 Þrátt fyrir slæma hegðun sína er mr. Big að mörgu leyti hafinn
113 Sex and the City, „Sex and the City“ (1:1).
114 Sex and the City, „Unoriginal Sin“ (5:2).
115 Sjá umfjöllun um ástarsögur t.d. í bók öldu Bjarkar Valdimarsdóttur, Jane Austen
og ferð lesandans, bls. 100–131. Sjá einnig Dagný Kristjánsdóttir, „Ást á grænu ljósi.
Fjöldaframleiddar ástarsögur hafa aldrei verið vinsælli!“, 19. júní, 51: 2002, bls. 42–
47, hér bls. 45. Dagný ræðir persónueinkenni ástarsagnakvenhetjunnar í grein sinni
og segir eftirfarandi: „Fyrst virkar hann mjög hrokafullur, hann kemur fram eins
og karlremba, jafnvel kvenhatari og er oft verulega andstyggilegur, jafnvel beinlínis
sadískur við söguhetju okkar á þeirra fyrsta fundi.“
116 Sjá m.a. Sex and the City, „The monogamist“ (1:7); „Attack of the 5’10 Woman“
(3:3); og Sex and the City. The Movie (2008). leikstj. michael Patrick King, leikarar: