Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2022, Blaðsíða 154
GRæNN FEMÍNISMI
153
Í stefnuskrá sem Kvennalistinn lagði fram í stjórnarmyndarviðræðum
vorið 1987, og birt var í Veru, sagði um umhverfismál að áherslan væri lögð
á að sett yrði heildarlöggjöf um umhverfismál, og stofnað yrði sérstakt ráðu-
neyti umhverfismála og undir það safnað tvístruðum málaflokkum umhverf-
ismálanna sem hafði verið dreift á mörg ráðuneyti, til að tryggja skilvirkari
vinnubrögð og heilstæðara samráð á öllum sviðum umhverfismála. Gera
skyldi landnýtingaráætlun sem tæki fyrst og fremst mið af varðveislu og
endurheimt landgæða, og taka skyldi upp markvissa umhverfisfræðslu.39 alls
flutti Kvennalistinn 18 mál á alþingi á árunum 1984 til 1994 í baráttu listans
fyrir umhverfisvernd í lands- og hnattrænu samhengi eftir málaflokkum.40
Kvennalistinn hafnaði stórvirkjana- og stóriðjustefnu sem þá réð ferð-
inni í afstöðu stjórnvalda til vatnsaflsnýtingar og atvinnuuppbyggingar á Ís-
landi. Stefna flokksins í virkjunarmálum var sú að nýta ætti vatnsorkuna í
þágu íslensks atvinnulífs með öðrum og umhverfisvænni hætti en til stóriðju.
Byggja ætti upp smáiðnað, fullnýta íslenskar afurðir og efla atvinnugreinar
sem gengju ekki í berhögg við náttúru og líf landsins. Taka bæri tillit til nátt-
úru- og umhverfisverndar við ákvarðanir um atvinnusköpun og framleiðslu.
Stóriðja kæmi því ekki til greina sem heppilegur kostur. Rök Kvennalistans
gegn stóriðju voru þau að hún væri fjárfrekur, gamaldags og úreltur atvinnu-
kostur sem mengaði og spillti náttúru og raskaði samfélagsgerð. Kvennalista-
konur gagnrýndu stjórnvöld fyrir þá áherslu sem þau höfðu lagt á uppbygg-
ingu stóriðju í landinu. Álver leystu ekki atvinnuvanda þjóðarinnar, allra síst
kvenna sagði í stefnuskrá flokksins árið 1991, auk þess sem þau kæmu í veg
fyrir að Ísland gæti skapað sér ímynd sem land ómengaðrar náttúru, vandaðr-
ar ferðaþjónustu og matvælaframleiðslu.41 Kvennaframboðskonur á akureyri
tóku sömu afstöðu, höfnuðu til dæmis áformum um stóriðjuuppbyggingu í
Eyjafirði, einu af öflugustu landbúnaðarhéruðum landsins með ótal mögu-
hreyfingin, Kvennalistinn og hugmyndafræðin“, Vera 17: 2/1998, bls. 10–13, hér
bls. 10 og 13.
39 „Markmið ríkisstjórnarinnar. Tillaga í stjórnarmyndunarviðræðum 1987“, Vera 6:
5/1987, bls. 30–32, hér bls. 31. Margt fleira var skrifað um umhverfismál í tíma-
ritinu Veru en blaðið var gefið út árin 1982 til 2005. Ritið hélt þannig áfram á lofti
umræðu um kvenfrelsismál, og ýmsa málaflokka undir þeim hatti, í nokkur ár eftir
að Kvennalistinn var formlega lagður niður vorið 1999, um þá sögu Kvennalistans
sjá: Kvennalistinn.is, sótt 7. júní 2022 af https://kvennalistinn.is/.
40 „Þingmál Kvennalistans í umhverfismálum / „1984–1994 Umhverfismál““, Kvenna-
listinn.is, sótt 7. maí 2022 af https://kvennalistinn.is/thingkonur-2/.
41 Kvennalistinn. Stefnuskrá [1983], bls. 9; Frá konu til konu, bls. 9; Kvennalistinn. Stefnu-
skrá 1987, bls. 6 og 23; Kvennalistinn. Stefnuskrá í landsmálum 1991, bls. 4, 27–28.