Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2022, Blaðsíða 155
UNNUR BIRNa KaRlSDóTTIR
154
leika aðra en álframleiðslu ef rétt væri staðið að málum varðandi jafnréttis-
sjónarmið og umhverfisvænar áherslur í uppbyggingu atvinnuvega.42
Þessi femínísku framboð tóku þannig eindregna afstöðu gegn þeirri stór-
iðjustefnu sem ríkjandi var á þessum árum hjá stjórnmálaflokkum og í at-
vinnulífinu, með áherslunni á álver og stórvirkjanir fallvatna. Stóriðja væri
karllæg lausn í atvinnumálum þar sem sköpuð væru ófjölskylduvæn störf fyrir
karla í mengandi iðnaði og náttúrugæðum fórnað undir virkjanir fyrir orku-
frekan ósjálfbæran iðnað í eigu erlendra aðila. Ekki ætti að láta fossa lands-
ins mala gull fyrir útlendinga, skrifaði Kristín Einarsdóttir í grein árið 1990,
heldur nýta íslenskar orkulindir fyrir framleiðslu umhverfisvænna eldsneytis,
á borð við vetni. Hún endar grein sína á þessari hvatningu: „Við getum þróað
hér nýjar atvinnugreinar sem taka mið af ýtrustu kröfum um umhverfisvernd.
látum ekki telja okkur trú um að bjargarleysi vofi yfir þótt ekki takist að draga
hingað stóriðjufursta heimsins, sem aðeins hugsa um hámarks arð án tillits
til íslenskrar náttúru og fólksins sem landið byggir.“43 Þessi stefna Kvenna-
listann hafði einnig áhrif á náttúruverndarstefnu samtakanna. Árið 1991 lögðu
allar sex þingkonur listans á alþingi fram tillögu til þingsályktunar um friðun
Hvítár/Ölfusár og Jökulsár á Fjöllum frá upptökum til ósa með rökum um
mikið náttúruverndargildi ánna og til að forða þeim undan þeirri virkjunar-
gleði sem hefði ráðið ferðinni fram til þessa, þar sem hvorki væri tekið tillit
til þarfa kvenna í atvinnumálum né náttúru- og umhverfisverndar.44 Þessi rót-
tæka tillaga í anda heildrænnar náttúruverndar, um friðun Hvítár og Jökulsár á
Fjöllum, naut ekki stuðnings á þessum tíma, enda ríkjandi áhersla á stóriðju og
ýmis virkjunaráform á teikniborðinu. Ekki var meirihlutavilji á alþingi fyrir
friðun jökuláa vegna ríkjandi stuðnings við virkjunarhagsmuni.45
Kvennaframboðið og síðan Kvennalistinn höfðu frá upphafi starfsemi
sinnar í frammi málflutning á nótum vistfemínískrar hugmyndafræði, það
er horft var á umhverfismál og málefni kvenna jöfnum höndum, en einnig í
víðara samhengi eins og hér hefur verið drepið á. Það sem einkenndi mál-
flutninginn var að umhverfismálum var kippt upp úr þeim hefðbundnu hjól-
42 Um sögu kvennaframboðsins á akureyri sjá til dæmis Unnur Birna Karlsdóttir,
„„Þriðja víddin“. Kvennaframboðið á akureyri 1982–1986“, Afmæliskveðja til Há-
skóla Íslands, akureyri: Bókaútgáfan Hólar, 2003, bls. 355–377.
43 Kristín Einarsdóttir, „af hverju ekki álver“, Vera 9: 5/1990, bls. 26–28.
44 „573. Tillaga til þingsályktunar um friðlýsingu Hvítár/Ölfusár og Jökulsár á Fjöll-
um“, Althingi.is, sótt 7. maí 2022 af https://www.althingi.is/altext/113/s/0573.html.
45 Um virkjunaráform á þessum tíma sjá: Unnur Birna Karlsdóttir, Þar sem fossarnir
falla. Náttúrusýn og nýting fallvatna 1900–2008, Reykjavík: Hið íslenska bókmennta-
félag, 2010.