Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2022, Blaðsíða 170
ÞRAuTSEIGAR OG ÞORA!
169
athygli, auk baráttu þeirra til að ákvarða um eigin velferð og öðlast lögráða-
rétt yfir eigin lífi og líkama.
Umrót í kjölfar sjálfstæðis
Til að setja baráttu kvenna í samhengi verður að segjast að í kjölfar sjálf-
stæðis landa Rómönsku-Ameríku, á árunum 1810-1820, fór lengst af lítið
fyrir umfjöllun um þær á síðum sögubóka álfunnar.23 um samfélög í mótun
var að ræða. Margþætt menningarleg og upprunatengd blöndun (s. mesti-
zaje) var hafin og hefur nú staðið yfir í hundruð ára. En þrátt fyrir það var
staða kvenna enn með svipuðum hætti og að framan er lýst, jafnvel þótt
lengst af hafi borið á hvössum gagnrýnisröddum. Á tímum sjálfstæðisbarátt-
unnar við upphaf 19. aldar óx konum ásmegin. Gerjun átti sér stað meðal
menntakvenna enda höfðu þær aðgengi að fræðaskrifum og fjölmiðlum –
hvort heldur var frá Bandaríkjunum eða Evrópu. Grundvallarrit um auknar
lýðræðiskröfur og mannréttindi voru þýdd og konur komu saman til að
máta þær hugmyndir við eigið umhverfi og aðstæður. En vissulega voru
ólík sjónarmið ráðandi og samtímis því að karlveldið fílefldist og gætti þess
að gefa sem minnst eftir tóku yfirstéttarkonur víða þátt í því að viðhalda
forréttindum stéttar sinnar með hagsmunatengdum hjónaböndum. Dreif-
býlis- og bændakonur ræktuðu áfram jörðina, lágstéttarkonur þrifu, elduðu,
þvoðu og straujuðu, svo það voru menntaðar millistéttarkonur sem spurðu
spurninga, ígrunduðu samfélagsgerðir og greindu aðstæður.24 Þess vegna má
með sanni halda því fram að þær hafi ráðið úrslitum um að haldið hafi verið
uppi öflugri baráttu fyrir auknum réttindum og bættum kjörum kvenna.
um samtakamátt kvenna í Rómönsku-Ameríku heyrðist þó fátt á opin-
berum vettvangi fyrr en í því sem kallað hefur verið Þrefalda samstöðustr-
íðið (s. La guerra de Triple Alianza) sem háð var um smáríkið Paragvæ á ár-
unum 1864 til 1870. Þá bundust Brasilía, Argentína og Úrúgvæ sammælum
um að ná undir sig því landsvæði sem nú myndar smáríkið Paragvæ.25 Það
23 Femínískir fræðimenn og rithöfundar hafa á undanförnum áratugum lagt nótt við
dag í leit sinni að sögum kvenna frá liðnum öldum. Þeirra á meðal er rithöfundurinn
Isabel Allende, til dæmis í bókunum Hija de la fortuna (1999) og Inés del alma mía
(2006).
24 Eugenia Rodríguez Sáenz, Entre silencios y voces. Género y historia en América Central
(1750 – 1990), San José: universidad de Costa Rica, 1997, hér af bls. 18 og 57.
25 umrædd átök hafa myndað sögusvið fjölmargra bókmenntaverka frá Paragvæ. Mar
Langa Pizarro, „La guerra de la Triple Alianza en la literatura paraguaya“, Nuevo
Mundo Mundos Nuevos, 2006, án bls. Sótt þann 28. ágúst 2022 af https://journals.
openedition.org/nuevomundo/1623.