Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2022, Blaðsíða 54
„HVER VIll VERðA HREIn mEY AFTUR?“
53
fræði sem réðst gegn kjarnanum í kvennabaráttunni og endurheimti hefð-
bundnar hugmyndir um kvenleika og fjölskyldulíf.7
Faludi tekur í greiningu sinni saman ýmsar af þeim spurningum sem
femínistar níunda áratugarins voru að glíma við. Því var gjarnan haldið
fram að starfsframi leiddi af sér ýmiss konar kvilla, eins og kulnun, barn-
leysi og aukna áhættu á að ganga ekki út. Barnleysið leiddi til þunglyndis,
karlmannsleysið til móðursýki og hvoru tveggja til krísu vegna lágs sjálfs-
mats. Valdamiklar framakonur áttu að vera slegnar af ýmiss konar kvillum
vegna álags og streitu og einmanaleiki sjálfstæðra kvenna var talinn risastórt
geðrænt heilsufarsvandamál.8 Undir niðri bjó sú hugmynd að konur þyldu
illa sjálfstæðið og ábyrgðina sem starfsferill hefur í för með sér og það hafi
skaðað samband þeirra við karla. Femínisminn er þannig talinn vera ábyrgur
fyrir óhamingju og ófullnægju kvenna. Starfsferill og fjölskyldulíf geti ekki
farið saman og það sé eitt af því sem hafi grafið undan kjarnanum í innra lífi
kvenna. Konurnar séu að reyna að vera súperkonur og að aðstæðurnar sem
hinar vinnandi konur búi við geti ekki gengið upp. Álagið á þeim sé tvö-
falt. Því þurfi þær á endanum að velja annaðhvort ferilinn eða hjónabandið
og fjölskyldulífið og það sé betra fyrir þær að velja fjölskylduna því að líf í
hjónabandi og innan veggja heimilisins sé líf fullnægju fyrir konur.9
Faludi, sem stundum er talin tilheyra þriðju bylgju femínista, er ein
áhrifamesta gagnrýnisrödd póstfemínísku hreyfingarinnar en hún telur hana
ekki vitnisburð um árangur kvenréttindabaráttunnar, heldur hafi þessum
konum staðið á sama um kvenréttindi. Þetta áhugaleysi hafi verið risaskellur
og möguleg afleiðing af þeirri orðræðu sem birtist iðulega í fjölmiðlum á
þessum árum um að kvenréttindi væru „versti óvinur konunnar“.10 Ein-
hleypar vinnandi konur voru hafðar að skotmarki í fjölmiðlum, sjálfstæði
þeirra var dregið fram í myrku ljósi, þær voru sjúkdómsvæddar og skil-
greindar sem ófullnægðar eða jafnvel auðvirðilegar, sjálfhverfar, tilfinninga-
lega óþroskaðar og fullar af eftirsjá vegna þess að þær uppfylltu ekki hlutverk
sín sem eiginkonur og mæður. Faludi bendir á að konum sé kennt að það sé
þeirra eigið vandamál að finnast eitthvað athugavert við karlmenn.11
Í þessu samhengi má greina póstfemínisma sem hluta af afturhaldsorð-
7 Sjá Susan Faludi, Backlash. The Undeclared War Against American Women, new York:
Three Rivers Press, 1991, bls. x–xii.
8 Sama heimild, bls. 20.
9 Sama heimild, bls. 50–51.
10 Sama heimild, bls. 2 og 15.
11 Sama heimild, bls. 369.