Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2022, Blaðsíða 213
ITAMAR EVEN-ZOHAR
212
geta af sér veigamikil verk á öllum sviðum í skammri svipan verða þær að
nýta reynslu annarra bókmennta og þess vegna verða þýðingar eitt veiga-
mesta kerfið innan þeirra. Sama máli gegnir um annað tilvikið þegar þokka-
lega rótgrónar bókmenntir hafa takmarkað olnbogarými og eru að meira
eða minna leyti jaðarsettar í viðameiri virðingarröð bókmenntakerfa. Af því
leiðir að slíkar bókmenntir þróa sjaldnast jafn fjölbreyttar bókmenntaafurðir
(sem raðast upp í ýmis kerfi) og finna má í tengdum stærri bókmenntum
(sem kann að vekja grun um að þær síðarnefndu séu ómissandi). Þær fyrr-
nefndu kann einnig að „skorta“ listbrögð sem talin eru nauðsynleg með
hliðsjón af, og vegna nálægðar, viðkomandi bókmennta. Þessar eyður kunna
að vera fylltar, að hluta til eða í heild, með þýddum bókmenntum. ýmiss
konar jaðarbókmenntir, svo dæmi sé tekið, geta í slíkum tilvikum saman-
staðið af þýddum bókmenntum. Það er þó mun afdrifaríkara að geta slíkra
bókmennta til endurnýjunar er oft takmarkaðri en miðlægra bókmennta-
kerfa en það hefur ekki aðeins í för með sér að jaðarsettu bókmenntirnar eigi
allt sitt undir öðrum heldur er í raun sömu sögu að segja um miðju kerfisins.
(Til að koma í veg fyrir misskilning vil ég nefna að þessar bókmenntir geta
öðlast miðlæga stöðu með líkum hætti og jaðarkerfi geta komist í miðju til-
tekins fjölkerfis en ekki er tóm til að ræða það frekar hér.)
Þar sem bókmenntir smærri þjóða eru gjarnan, hvort sem okkur líkar það
betur eða verr, jaðarsettar á Vesturlöndum blasir við að milli tengdra þjóðar-
bókmennta, til dæmis innan Evrópu, hafi frá upphafi þeirra mótast ákveðin
virðingarröð. Innan (yfir-) fjölkerfisins eru tilteknar bókmenntir í jaðar-
stöðu sem þýðir í raun að þær mótast að verulegu leyti af utanaðkomandi
bókmenntum. Innan slíkra bókmennta eru þýðingar ekki aðeins helsti far-
vegurinn fyrir innflutning eftirsóttra listbragða heldur hvati uppstokkunar
og uppspretta nýrra valkosta. Af því leiðir að á meðan auðugri eða sterkari
bókmenntir eiga kost á að tileinka sér nýjungar af sínum eigin jaðri verða
„veikburða“ bókmenntir oft að treysta á innflutt nýmæli.
Þegar íhaldssemi ber á góma vakna ósjálfrátt hugrenningatengsl við orð á borð
við einföldun, reglufestu og mótun staðalmynda. Vangaveltur um bókmenntalega
„eftir öpun“ verða sérstaklega áleitnar í þessu samhengi. Því er ekki lengur um sjálf-
gefna bókmenntalega flokkun að ræða heldur er gert ráð fyrir innbyrðis afstöðu
margháttaðra tegunda eða kerfa með tiltekin einkenni. Þegar bókmenntategundum
sem þykja framsæknar er skipað í öndvegi eykst afturhaldssemin eftir því sem við
færum okkur utar á bekkinn en þegar staðnaðar bókmenntir skipa öndvegið eru hin-
ar, sem eru hornreka, líklegri til að ýta undir endurnýjun. Ef þær skipta, þrátt fyrir
það, ekki um stöðu í síðara tilvikinu ríkir almenn stöðnun innan bókmenntanna.
Að framansögðu sýnist mér ekki lykilatriðið hvers konar bókmenntum er skipað í