Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2022, Blaðsíða 109
GUðRÚn STEInÞÓRSDÓTTIR
108
enda svo að segja í stað – nánast eins og í grafhvelfingu – í það minnsta er
bernskuherbergi Systu „allt óbreytt frá því daginn sem [hún] hypjaði“ (147)
sig þaðan og vegna þess að móðirin er húsfreyja heimilisins lúrir grimmdin
enn innan veggja þess. Mildin á æskuheimilinu, sem faðirinn stóð fyrir, er
auðvitað löngu liðin en það er undirstrikað á táknrænan hátt því í leiksögunni
kemur fram að móðirin hafi fjarlægt mynd af pabbanum sem prýddi heimilið.
Það er nokkuð þversagnakennt að Systa segist velta mömmu sinni sem
minnst fyrir sér því frásögnin hverfist meira og minna um hana og vanrækslu
hennar þar sem að Systa er oft með hugann við móðurina og uppvöxtinn.43
Á þann hátt minnir Systu megin einnig á hrollvekju en í slíkum frásögnum
er algengt að skrímslið – eða hið óhugnanlega – sé fjarverandi að mestu
þótt nærvera þess og illska sé allt um kring og skapi ótta og vanlíðan bæði
hjá þolendum og þeim sem fylgjast með. Í þessu samhengi má til að mynda
minnast kvikmyndarinnar Lömbin þagna (e. The Silence of the Lambs) þar sem
Antohony Hopkins lék hina sjarmerandi mannætu Hannibal Lecther, sem
margir áhorfendur eiga erfitt með að gleyma.44 Þótt kvikmyndin sé einatt
talin fjalla um mannætuna og þó að Hopkins hafi hlotið Óskarsverðlaun sem
besti karlleikari í aðalhlutverki fyrir frammistöðu sína í henni er athyglisvert
að persónan sést aðeins á skjánum í 24 mínútur og tekur þar með aðeins þátt
í 21% af heildartíma kvikmyndarinnar.45 Til samanburðar má nefna að upp-
lestur Steinunnar á Systu megin tekur fjórar klukkustundir og 16 mínútur en
eini kaflinn þar sem móðirin kemur fram í eigin persónu og á í samskiptum
við dóttur sína er 22 mínútur að lengd eða 8,6% af lengd lestursins.46
Regluleg og óhugnanleg minningabrot úr æsku Systu sem fjalla um van-
rækslu móður hennar má líka túlka sem afleiðingu tráma.47 Bókmennta-
„öðrum þræði um fallvaltleika tilverunnar, um forgengileika og missi, um hætturnar
sem leynast við hvert fótmál gætum við ekki að okkur.“ Guðni Elísson, „Dauðinn á
forsíðunni. DV og gotnesk heimsýn“, Skírnir haust/2006, bls. 313–356, hér bls. 325.
43 Sbr. Steinunn Sigurðardóttir, Systu megin, bls. 156.
44 Hér má líka minnast mammfreskjunnar úr Psycho, móður aðalpersónunnar norm-
ans, en hún er afar miðlæg í verkinu og hefur feikileg áhrif á son sinn þrátt fyrir að
vera látin.
45 Sbr. til dæmis Saim Cheeda, „10 Oscar Winners For Roles With Surprisingly Low
Screen-Time“, Screenrant, 6. desember 2021, sótt 15. júní 2022 af https://screenrant.
com/academy-award-oscar-winners-for-characters-roles-with-lowest-screen-time/.
46 Steinunn Sigurðardóttir, Systu megin, hljóðbók, Reykjavík: Mál og menning, 2021.
47 Raunar má halda áfram með tengslin við hrollvekjugreinina og í því sambandi hafa í
huga skrif Sigrúnar Margrétar Guðmundsdóttur um heilann sem reimleikahús. Sjá
Sigrún Margrét Guðmundsdóttir, Húsið og heilinn. Um virkni reimleikahússins í The
Shining og þremur íslenskum hrollvekjum.