Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2022, Blaðsíða 39
ÁSDÍS HelGA ÓSkARSDÓTTIR
38
Miklar tækni- og samfélagsbyltingar hafa rutt sér til rúms á þeim rúm-
lega þrjátíu árum sem liðin eru frá grein Young og á árunum eftir efnahags-
hrunið 2008 virtist hafa myndast svigrúm fyrir konur til þess að láta að sér
kveða á ýmsum sviðum samfélagsins.162 Nefna má auk þess gott gengi ís-
lenska kvennalandsliðsins í fótbolta sem komst á erlent stórmót 2009, 2013,
2017163 og 2022.164 Þá má einnig benda á stofnun femínistafélaga í mörgum
grunn- og framhaldsskólum landsins. landssamband femínistafélaga í fram-
haldsskólum var jafnframt stofnað, en það beitti sér fyrir því að kynjafræði
yrði skyldugrein í grunn- og framhaldsskólum og hélt auk þess uppi umræðu
um margvísleg jafnréttismál.165 Í stafrænu umhverfi nútímans opnast svo
leiðir fyrir konur til þess að breiða úr sér eins og femínískar aðgerðir sam-
félagsmiðlanna sýna.166 Með grein Young í huga má velta fyrir sér hvort staf-
162 erla Hulda Halldórsdóttir, kristín Svava Tómasdóttir, Ragnheiður kristjánsdóttir
og Þorgerður H. Þorvaldsdóttir, „2017 – Byltingar og goðsagnir“, Konur sem kjósa.
Aldarsaga, Reykjavík: Sögufélag, 2020, bls. 637–701, hér bls. 682. eins og Þorgerður
H. Þorvaldsdóttir fjallar um í sömu bók lauk „testósteróntímanum“ með efnahags-
hruninu 2008, en það er vísun í tímabilið frá 2000 til októbermánaðar 2008 þar
sem tvær karlmennskuímyndir voru ráðandi táknmyndir, annarsvegar „umhyggju-
sami faðirinn“ og hinsvegar „sókndjarfi víkingurinn“. eftir hrun „voru uppi háværar
raddir, sérstaklega í erlendum fjölmiðlum, um að íslenskir karlar hefðu keyrt þjóð-
félagið í kaf og nú væri komið að konum að hreinsa til og byggja nýtt Ísland.“ Sjá
Þorgerður H. Þorvaldsdóttir, „2003 – Þversagnakenndar ímyndir kvenna“, Konur
sem kjósa. Aldarsaga, Reykjavík: Sögufélag, 2020, bls. 587-637, hér bls. 629–630.
163 erla Hulda Halldórsdóttir, kristín Svava Tómasdóttir, Ragnheiður kristjánsdóttir
og Þorgerður H. Þorvaldsdóttir, „2017 – Byltingar og goðsagnir“, bls. 682.
164 Tvöfalt fleiri áhorfendur horfðu á eM kvenna í fótbolta á mótinu 2022 en sum-
arið 2017. Sjá Sindri Sverrisson, „Yfir 365 milljónir horfðu á stelpurnar okkar og
aðrar á eM“, Vísir, 31. ágúst 2022, sótt 5. september 2022 af https://www.visir.
is/g/20222304965d/yfir-365-milljonir-horfdu-a-stelpurnar-okkar-og-adrar-a-em.
Hér má einnig minnast á kraft og árangur bandaríska kvennalandsliðsins í fótbolta,
sem náði samkomulagi við stjórn knattspyrnusambands Bandaríkjanna í febrúar
2022 um að greiða leikmönnum kvennalandsliðsins sömu laun og leikmönnum
karlalandsliðsins. Sjá Gunnar Birgisson, „Jöfn laun karla- og kvennalandsliða
Bandaríkjanna“, RÚV, 22. febrúar 2022, sótt 5. september 2022 af https://www.ruv.
is/frett/2022/02/22/jofn-laun-karla-og-kvennalandslida-bandarikjanna.
165 erla Hulda Halldórsdóttir, kristín Svava Tómasdóttir, Ragnheiður kristjánsdóttir
og Þorgerður H. Þorvaldsdóttir, „2017 – Byltingar og goðsagnir“, bls. 682.
166 Stafrænt umhverfi ungmenna fær raunar oft neikvæða umfjöllun sem má rekja til
tvennskonar ótta við síðmennsku (e. posthuman), eins og Victora Flanagan hefur
fjallað um í bók sinni Technology and Identity in Young Adult Fiction. The Posthuman
Subject (2014). Annarsvegar er það ótti við að mennskan verði undir í hraðri þróun
tækniframfara þrátt fyrir að reynslan sýni að þær hafi aukið gildi og áhrif mennsk-
unnar og breytt lífi mannsins í félagslegu, vitsmunalegu og jafnvel líkamlegu til-
liti; hinsvegar ótta við að maðurinn hafi glatað einstaklingshæfni og gerendahæfni