Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2022, Blaðsíða 150
GRæNN FEMÍNISMI
149
um aðra fræðikonu sem skrifar á þessum nótum er Carolyn Merchant sem
hefur ítrekað skrifað um að lög, reglur og vísindarannsóknir einar og sér geti
ekki snúið við aukinni og útbreiddri mengun eða endurheimt minnkandi
náttúruauðlindir. Til að viðhalda lífvænlegum heimi verði mannkynið að
móta ný félagsleg, efnahagsleg, vísindaleg og andleg viðhorf sem muni í
grundvallaratriðum umbreyta samskiptum manna við náttúruna.29
Vistfemínísk sýn hefur verið sett fram í umræðu um loftslagsbreytingar,
enda eitt af meginviðfangsefnum umverfisvandans nú á tímum. Í þessu sam-
hengi má til dæmis nefna grein þar sem Greta Gaard gagnrýnir meðal ann-
ars hvernig alþjóðasamfélagið nálgist loftslagsbreytingar mestmegnis út frá
sjónarhóli hins hefðbundna karllæga vísindasamfélags og ætli því fyrirkomu-
lagi óbreyttu að leysa vandann í stað þess að viðurkenna ósamkvæmnina
sem felst í því að sama kerfið og skapaði loftslagsvandann ætli sér óbreytt að
leysa hann. Það sé ekki vænlegt til árangurs í þágu umbóta á sviði umhverfis-
verndar, búsvæða og lífsafkomu að halda áfram að jaðarsetja þau mál sem
konur hafa beitt sér fyrir, líkt og gert er þegar litið er á loftslagsbreytingar
einvörðungu sem vísindalegt vandamál. Þeir sem bindi sig við það takmark-
aða sjónarhorn sjái ekki aðrar lausnir en þær sem felast í tæknilegum og
vísindalegum aðferðum. Þess í stað ætti að gera kröfu um algera breytingu
á þeirri ríkjandi hugmyndafræði sem byggir á þjóðfélagslegu og kynbundnu
ójafnrétti, efnahagslegri yfirburðastöðu, arðráni og nýlendustefnu.30
Umræðan um konur og loftslagsvána hefur einnig verið tekin upp innan
vísindasamfélagsins hér á landi um umhverfismál og í því sambandi hefur
sjónum verið beint að heiminum öllum ekki síður en Íslandi. Þar skipti
bæði stórt og smátt máli. Í pistli sínum á Rás 1 17. mars 2021 fjallaði Hafdís
Hanna ægisdóttir plöntuvistfræðingur til að mynda um hvernig loftslagsvá-
in bitnar í fátækum ríkjum á konum með verri og öðrum hætti en körlum.
lausnir í umhverfismálum þurfi að fela í sér samhliða áherslu á jafnréttis-
mál og bætta stöðu kvenna, ítrekar hún. Jafnrétti kynjanna og umhverfismál
séu nátengd mál og loftslagsváin hafi mismunandi áhrif á konur og karla.
lausnir í því að takast á við þessa aðsteðjandi og alvarlegu vá kalli því á mun
meiri aðkomu kvenna að ákvarðanatöku, stefnumótun og fræðslu. Hafdís
Hanna bendir á að konur eru varnarlausari en karlar því þær eru meirihluti
1990, bls. 189–200.
29 Sjá til dæmis rit hennar: Carolyn Merchant, Radical Ecology. The Search for a Livable
World, New York: Routledge, 2005, 2. útgáfa.
30 Greta Gaard, „Ecofeminism and Climate Change“, Women´s Studies International
Forum 49/2015, bls. 20–33.