Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2022, Blaðsíða 61
AlDA BjöRK VAlDImARSDóTTIR
60
tugunum á undan. Ungar konur fóru jafnframt að tala fyrir „Taktu mig“
femínisma („Do–me feminism“) en hugtakið má rekja til þekktrar greinar
blaðamannsins Tad Friend frá 1994 sem ber nafnið: „Yes“. Þar segir Fri-
end að „Taktu mig“ femínistar séu kynslóð kvenna sem „fagna kynlífi (og
karlmönnum)“ og kallar annarrar bylgju femínistana Andreu Dworkin og
Catharine macKinnon „tvíburaspámenn í kynferðislegu Armageddoni“.
„„Taktu mig“ femínismi hafi því risið eins og hávær ögrun við ríkjandi fem-
ínisma síðustu 20 ára.“31
Valdafemínismi eins og sá sem naomi Wolf greinir í Fire With Fire legg-
ur jafnframt áherslu á líkamlegar nautnir og konuna sem kynveru og er að
því leyti skyldur hinum svokallaða „taktu mig femínisma“ og „greddufemín-
isma“ (e. Raunch-feminism) sem hefur meðal annars haft mikil áhrif á popp-
menningu samtímans. Árið 2005 gaf bandaríski blaðamaðurinn Ariel levy
út bókina Female Chauvinist Pigs. Women and the Rise of Raunch Culture sem
fjallar um kynvæðingu kvenna í fjöldamenningunni og klámvæðingu innan
poppmenningarinnar. Greddufemínismi gengur út á að konur séu ánægðar
með að vera hlutgerðar og hvetur til þess að þær taki sjálfar þátt í því að hlut-
gera sig. Þær séu sáttar við að vinna sem stripparar og í klámiðnaðinum og
sjái ekkert athugavert við konur sem vinna á slíkum markaði því það sé hluti
af frelsi kvenna að njóta kynlífs og líkama síns. levy segir að sér til undrunar
hafi hún komist að því að þessi nýja „greddumenning“ hafi ekki snúist um
endalok femínismans í huga þeirra sem aðhyllast hann, heldur hafi hún verið
sett fram undir femínískum formerkjum. Konur áttu út frá þessu sjónarmiði
rétt á því að fletta Playboy, og það fólst valdefling í því að fá sér brasilískt vax.
31 Tad Friend, „Yes“, Esquire, 1. febrúar 1994. Dworkin og macKinnon voru ekki
óumdeildar innan femínistahreyfingarinnar á þeim tíma sem þær voru virkastar og
því ekki hægt að gera þær að einhliða fulltrúum femínista. En þær voru hentugir
fulltrúar hreyfingar sem tilgangurinn var að greina sig frá. Dworkin sem barðist
gegn klámi og klámvæðingu var gjarnan hædd og litin hornauga, jafnvel fyrirlitin
af mörgum á vinstri og hægri armi umræðunnar, og oft kölluð fastisti eða nasisti
sem hataði karlmenn. margir femínistar hafa rætt hvernig Dworkin dró athygli að
mikilvægum málefnum en að hún hafi um leið skaðað kvenréttindabaráttuna. Sjá
t.d. Havana marking, „The real legacy of Andrea Dworkin“, The Guardian, 15.
apríl 2005, sótt 19. ágúst 2022 af https://www.theguardian.com/world/2005/apr/15/
gender.politicsphilosophyandsociety. Catherine macKinnon tilheyrði einnig hópi
femínista sem sagðar voru „andsnúnar klámi“ í hinu svokallaða kynlífsstríði (e.
feminist sex wars) á áttunda áratugnum. Í kjölfarið fóru að koma fram femínistar sem
sögðust vera „fylgjandi kynlífi“ (e. pro sex) og töldu hina hörðu afstöðu Dworking
og macKinnon gegn klámi skaðlega hreyfingunni. Sjá t.d. ítarlega umfjöllun um
kenningar macKinnon hjá Wendy Brown, States of Injury. Power and Freedom in Late
Modernity, new jersey: Princeton University Press, 1995, bls. 77–96.