Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2022, Blaðsíða 196
VIðTöKUR FEMÍNÍSKRa BóKMENNTaRaNNSóKNa
195
„bundnir öfgum og einföldunum“, að viðbættri nýrri nafngift: „kreddu-
krákur“.11 Svona endurnýjar orðræðan sig.
V
Um sama leyti og grein Vésteins lúðvíkssonar um grein mína í Skírni 1975
birtist í Tímariti Máls og menningar snemma árs 1976 tekur Halldór Krist-
jánsson frá Kirkjubóli upp vörn fyrir hann í ritdómi um þennan sama árgang
Skírnis, í Tímanum 1. febrúar 1976. Fjallar mikill hluti ritdómsins um grein
mína, eða öllu heldur mig. Eins og fleiri einblínir hann á tölfræðina og býr
til kröfu fyrir mína hönd:
Hún krefst þess, að svona breið saga leiði fram réttan tölfræði-
legan þverskurð þjóðfélagsins. Hér koma mér í hug ljót orð eins og
þröngsýni og ofstæki.
Þröngsýnin felst að hans mati í tölfræðinni, ofstækið í því „að níða sögu og
höfund hennar, vegna þess að hluti sögunnar gerist á togara, þar sem kven-
fólk kemur eðlilega lítið við sögu beinlínis.“12 Hér bætist enn í orðaforðann,
ljótu orðin, sem ritdómara dettur í hug, og hann kallar níð. Ég sleppi því hér
hvað honum finnst um kynverur, en ekki er það fallegt. Þá dettur honum í
hug viðtalið við mig í Þjóðviljanum árinu áður, þar sem ég meðal annars segi
frá þeirri kenningu minni að í Fóstbræðrasögu skopist konur að hetjuskap
karla. Þetta telur hann „stórkostlega vangá“ og leiðréttir: „Konur dá og veg-
sama hetjuskapinn engu síður en karlar. Ég held þær meti karlmennskuna
jafnvel ennþá meira.“ Þetta minnir á speglunina hjá Virginiu Woolf sem
vitnað er til hér í upphafi. Og áfram heldur ritdómari að ræða um fræði-
konuna í stað ritsins sem hann er að ritdæma:
Helga segir að konur séu „sagðar líkamlega veikari en karlmenn“.
Hún mótmælir því að vísu ekki, að svo kunni að vera. Það ætti nú
að vera unnt að mæla. Það eru til kraftamælar. Og enginn bannar
Helgu að taka þátt í lyftingum eða þreyta hryggspennu.
11 Matthías Viðar Sæmundsson, „Karlfyrirlitning í bókmenntum“, Heimsmynd 3/1986,
bls. 100–102, hér bls. 100.
12 Halldór Kristjánsson, „Um íslenzka menningu“, Tíminn 1. febrúar 1976, bls. 10–11,
28.