Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2022, Blaðsíða 29
ÁSDÍS HelGA ÓSkARSDÓTTIR
28
frásagna kvenna um kynferðisofbeldi, er nægilega öflugur til þess að leiða til
falls valdamikilla karlmanna og ríkisstjórna og krefjast breytinga í þágu allra
kvenna. Þær bjuggu með öðrum orðum til stafrænan vettvang fyrir aðgerðir
sem hafa pólitískar og menningarlegar afleiðingar í raunheimum!118 Dropinn
holar steininn. Myndin af pabba. Saga Thelmu, Á mannamáli, Druslugangan,
myndaalbúm Hildar lilliendahl Viggósdóttur, hinir margvíslegu Facebook-
hópar, Brjóstabyltingin, Beauty Tips, Fávitar, Eigin konur, Öfgar og önnur
femínísk umræða eru lækir sem renna saman í eitt stórt fljót sem birtist með
#höfumhátt og #MeToo og margvíslegum áhrifum þeirra í stjórnmálalegu-,
menningarlegu og alþjóðlegu samhengi.
3. Líkaminn í bókmenntum og fjórða bylgjan
Áður hefur verið vikið að sambandi kvennabókmennta við kvennabaráttuna
á annarri bylgju femínismans. Það er óhætt að segja að nútímabókmenntir
veiti baráttunni ekki síður afl. Ótti kvenna við ofbeldi óútreiknanlegs árásar-
manns er engu minni í dag en árið 1980 þegar fyrrnefnd grein Svövu Jakobs-
dóttur kom út.119 Smásaga Fríðu Ísberg (1992), „Heim“ endurspeglar það
þar sem undirliggjandi ótta kvenna sem eru einar á ferð eftir skemmtanahald
eru gerð skil. Sagan kallast þannig á við fjörutíu ára gamla grein Svövu Jak-
obsdóttur. Frásögnin er í annarri persónu eintölu, kvenkyns. Sögumanns-
röddin getur þannig mátað sig við fjölbreyttan hóp kvenkyns lesanda og
ákvarðanirnar geta farið eftir hverri og einni konu sem þekkir reynsluheim-
inn:
Þú tekur ákvörðun um að labba […] kannski varstu klár og hættir
að drekka eftir þriðja drykk. kannski hættirðu að drekka klukkan
eitt. kannski ertu að vinna á morgun. Þú lítur út fyrir að vera enn
á þeim aldri sem vinnur aðra hverja helgi í þjónustustarfi. kannski
varstu að enda við að tjögga síðasta bjórinn af mörgum – þú ert
ekki stelpa sem lætur hálfan bjór fara til spillis þó svo að vinir þínir
séu á heimleið.120
118 Sama heimild, bls. 127–128, 109.
119 Sjá til dæmis MA-ritgerð Bjarkar Hólm Þorsteinsdóttur, þjóðfræðings: „„ég vil helst
ekki labba ein heim“. Upplifun kvenna af öryggi í miðborg Reykjavíkur, áhrifaþættir
og öryggisviðbrögð“. lokaritgerð við Háskóla Íslands á MA-stigi, Skemman, 2018,
sótt 30. nóvember 2018 af https://skemman.is/handle/1946/31802/.
120 Fríða Ísberg, Kláði, Reykjavík: Partus, 2018, bls. 37.