Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2022, Blaðsíða 22
„leIðIN eR INNÁVIð OG UPPÍMÓTI“.
21
sýna samstöðu með þolendum.88 Í göngunni árið 2018 virðist jafnframt hafa
verið lögð áhersla á samtvinnun þar sem markmiðið var að gera gönguna að-
gengilegri fyrir ýmsa hópa sem höfðu ekki tekið þátt í henni áður, til dæmis
fatlaða og fólk af erlendum uppruna.89
Ræðuhöld Druslugöngunnar hafa gjarnan endurspeglað mikilvægi þess
að þolendur „skili skömminni“ til gerenda sinna. Hér má nefna sem dæmi
orðræðu Maríu Rutar kristinsdóttur, talskonu göngunnar á árunum 2011-
2015, sem sagði í viðtali fyrir gönguna árið 2013 að „[a]ðaltilgangurinn
[væri] að koma, sýna samstöðu og færa skömmina þangað sem hún á heima“,
og bætti við: „Það er enginn sem lætur nauðga sér, þetta er alltaf ábyrgð
gerandans. Þessi orðræða á Íslandi í dag, þegar það koma upp svona mál,
að spyrja hvort fórnarlambið hafi verði fullt eða hvernig það var klætt er
sorgleg. Þetta er ekki það sem skiptir máli í svona atvikum, það er bara
gjörningurinn sem skiptir máli.“90 Þá sagði María í ræðu á göngunni árið
2018 að það sé heilandi að segja frá ofbeldi og að hún eigi göngunni mikið
að þakka.91
88 lilja Hrund A. lúðvíksdóttir, „Druslur sameinast gegn ofbeldi“, Mbl, 27. júlí 2018,
sótt 10. febrúar 2018 af https://www.mbl.is/frettir/innlent/2018/07/27/druslur_sam-
einast_gegn_ofbeldi/. Í umfjöllun um gönguna árið 2012 kom fram að markmið
hennar væri sem fyrr „að færa ábyrgðina úr höndum þolenda kynferðisofbeldis yfir
á gerendur og varpa ljósi á það hvernig samfélagið er tilbúið að leyfa brotamanni að
njóta vafans á meðan raunveruleg fórnarlömb eru vænd um meiðyrði“. Auk þess var
vakin athygli á orðanotkun þegar kynferðisofbeldi er rætt, svo sem þegar talað er um
„meint“ kynferðisofbeldi og „meintan“ geranda, þegar lítið ber á slíkri orðanotkun
þegar um annarskonar glæpi er að ræða (sjá áp, „Druslugangan haldin í annað sinn“,
Vísir 24. maí 2012, sótt af https://www.visir.is/g/2012705249995). ekkert ákveðið
þema einkenndi gönguna árin 2013 og 2014 en árið 2015 var yfirskrift göngunnar
„Ég mun ekki þegja“ og „Ég mun standa með þér“ (Jóhann Óli eiðsson, „Þingmaður
og borgarstjóri eru druslur“, Vísir 15. júlí 2015, sótt 5. mars 2019 af https://www.
visir.is/article/2015150719486). Árið 2016 lögðu skipuleggjendur göngunnar sérstaka
áherslu á forvarnir og fræðslu en árið 2017 var þema göngunnar stafrænt kynferðis-
ofbeldi (Sunna kristín Hilmarsdóttir, „Druslugangan 2016: Skilaboðin sem ég fékk
voru þau að ég hefði bara átt að passa mig á honum“, Vísir, 14. júlí 2016, sótt 5.
mars 2019 af https://www.visir.is/g/2016160719524; Davíð kjartan Gestsson, „Það
lætur enginn nauðga sér“, Mbl, 28. júní 2017, sótt 1. mars 2019 af https://www.mbl.is/
greinasafn/grein/1474360/?dags=2013-07-27&item_num=87/).
89 Oddur Freyr Þorsteinsson, „Vilja fá alla með“, Vísir, 23. júlí 2018, sótt 5. mars 2019
af https://www.visir.is/g/2018180729701).
90 Davíð Már Stefánsson, „Það lætur enginn nauðga sér“, Mbl, 27. júlí 2013, sótt
1. mars 2019 af https://www.mbl.is/greinasafn/grein/1474360/?dags=2013-07-
27&item_num=87/.
91 Sylvía Hall, „Heilunin fólst í því að tjá sig um ofbeldið“, Vísir, 28. júlí 2018, sótt 10.
mars 2019 af https://www.visir.is/g/2018180729072/.