Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2022, Blaðsíða 68

Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2022, Blaðsíða 68
„HVER VIll VERðA HREIn mEY AFTUR?“ 67 Hefner er stærri en lífið, goðsögn í nútímalegu bandarísku lífi og hefur haft gríðarleg áhrif á menningu okkar.“53 Hann hafi spilað lykilhlutverk í því að breyta bandarísku gildismati, hugmyndum og viðhorfum eftir seinna stríð og haft mótandi áhrif á hina nútímalegu kynlífsbyltingu. jafnframt hafi hann tekið þátt í að skapa efnahagslegt blómaskeið Ameríku eftirstríðsáranna þar sem Playboy fangaði kjarnann í þrá þjóðarinnar.54 Hugmyndin um Hefner sem brautryðjanda er meðal annars tengd því að hann setti á sínum tíma fjármuni í baráttuna um þungunarrofsréttindi og ýmis önnur femínísk málefni eins og að stuðla að lögleiðingu getnaðarvar- narpillunnar. Hann leit sjálfur (að minnsta kosti opinberlega) svo á að Play- boy væri hluti af hinni femínísku gildisvæðingu og kynnti sig sem frjálslyndan og hugrakkan helgimyndabrjót.55 Hann sagði því að honum hefði komið á óvart hversu sterk andstaðan við hann var í hópi ýmissa femínista. Að hans mati náðu slíkir femínistar saman með íhaldssömum öflum sem tala fyrir heilagleika kvenlíkamans og hreintrúarstefnu. Sjálfur segir Hefner í viðtali í tímaritinu Esquire að femínisminn ætti að snúast um frelsið til að stunda kynlíf: „Konur voru þær sem aðallega nutu góðs af kynlífsbyltingunni. Ég leyfði þeim að vera náttúrulegar kynverur. Þarna átti femínisminn alltaf að vera. En því miður hefur femínisminn einkennst af áherslum sem eru hrein- trúarlegar, forboðnar og andkynferðislegar.“56 Það þarf samt ekki að grafa lengi til að finna yfirlýsingar frá Hefner sem varpa ljósi á hvers vegna svo mörgum femínistum var í nöp við kvenímyndir hans. Svona lýsir hann af- stöðu sinni til Playboy-kanínunnar í viðtali frá 1967: Í Ameríku hefur kanínan kynferðislega merkingu og ég valdi hana vegna þess að um er að ræða frísklegt dýr (e. fresh animal), feimið, fjörlegt, hoppandi – kynþokkafullt. Fyrst þefar hún af þér, síðan leggur hún á flótta, svo kemur hún aftur, og þig langar til þess að strjúka henni, leika við hana. Stúlkan minnir á kanínu. Glaðleg, gamansöm. Hugsaðu um stúlkuna sem við höfum gert vinsæla. 53 Steve Watts, Mr. Playboy. Hugh Hefner and the American Dream, Hoboken, nj: john Wiley & Sons, Inc, 2008, bls. 1. 54 Sama heimild, bls. 3, 4 og 8. 55 Sama heimild, bls. 236. Sjá einnig Ariel levy, Female Chauvinist Pigs. Women and the Rise of Raunch Culture, bls. 59. 56 Wil S. Hylton, „Hugh Hefner, What I’ve learned“, Cosmopolitan, 23. júní 2015. Upphaflega birtist viðtalið í júníhefti Esquire árið 2002. Sótt 15. ágúst 2022 af https://www.cosmopolitan.com/entertainment/news/a42407/hugh-hefner-what- ive-learned/
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164
Blaðsíða 165
Blaðsíða 166
Blaðsíða 167
Blaðsíða 168
Blaðsíða 169
Blaðsíða 170
Blaðsíða 171
Blaðsíða 172
Blaðsíða 173
Blaðsíða 174
Blaðsíða 175
Blaðsíða 176
Blaðsíða 177
Blaðsíða 178
Blaðsíða 179
Blaðsíða 180
Blaðsíða 181
Blaðsíða 182
Blaðsíða 183
Blaðsíða 184
Blaðsíða 185
Blaðsíða 186
Blaðsíða 187
Blaðsíða 188
Blaðsíða 189
Blaðsíða 190
Blaðsíða 191
Blaðsíða 192
Blaðsíða 193
Blaðsíða 194
Blaðsíða 195
Blaðsíða 196
Blaðsíða 197
Blaðsíða 198
Blaðsíða 199
Blaðsíða 200
Blaðsíða 201
Blaðsíða 202
Blaðsíða 203
Blaðsíða 204
Blaðsíða 205
Blaðsíða 206
Blaðsíða 207
Blaðsíða 208
Blaðsíða 209
Blaðsíða 210
Blaðsíða 211
Blaðsíða 212
Blaðsíða 213
Blaðsíða 214
Blaðsíða 215
Blaðsíða 216
Blaðsíða 217

x

Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar
https://timarit.is/publication/1098

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.