Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2022, Blaðsíða 112
DÓSAFRÍðA, FLAnDRARI OG HRjÁð DÓTTIR
111
vitni að hún sé vel lesin, hafi góðan orðaforða og búi yfir víðtækri þekkingu.
Ástæða nafngiftarinnar er aldrei útskýrð í leiksögunni – ekki frekar en hvers
vegna Systa lenti í fátæktrargildrunni – en gera má sér í hugarlund að per-
sónan hafi mögulega hrökklast úr skóla líkt og ýmsir aðrir sem upplifað hafa
alvarleg áföll í bernsku.55 Eins og fyrr var getið forðast Systa heimsóknir á
æskuheimilið enda geta aðstæður sem tengjast tráma minnt á eða vakið upp
ótta fortíðar og aukið vanlíðan viðkomandi. Vanrækslan hefur einnig haft
þau áhrif að Systa á erfitt með náin tengsl við aðra; hún þráir barn en hefur
aldrei verið við karlmann kennd og sér ekki fram á að það muni breytast.
Þrátt fyrir erfiða bernsku er Systa æðrulaus. Hún hefur lært að lifa með
trámanu og tekst á við lífið með seiglu og án biturðar enda beitir hún sjálfa
sig eins konar hugrænni atferlismeðferð því hún eyðir ekki „tíma í að hugsa
ljótt“ (143) og heldur „upp á góða drauma og reyni[r] að lifa sem mest í
þeim í vökunni líka“ (60).56 Hún nýtur auk þess hins þess fagra sem veröldin
hefur upp á að bjóða; sólarinnar sem skín og plöntunnar sem vex í garðinum
hennar. Þá les Systa bækur sér til skemmtunar og rifjar upp góðar minn-
ingar sem ylja. Tvisvar í viku fer hún í sund og þrífur sig en þannig getur
hún haldið sjálfsvirðingu sinni og hreinlæti.57 En þótt Systu hafi tekist að
halda reisn og skapa sér líf þar sem hún er sjálf við stjórnvölinn er hún ekki
fullkomlega frjáls. Fjárskortur og afstaða Brósa bróður í hennar garð marka
hana og hefta frelsið rétt eins og betur verður gerð grein fyrir í næsta kafla.
55 Sbr. Valentina nikulina, Cathy Spatz Widom og Sally Czaja, „The Role of Child-
hood neglect and Childhood Poverty in Predicting Mental Health, Academic Ac-
hievement and Crime in Adulthood“, American Journal of Community Psychology 48:
3/2011, bls. 309–321, hér bls. 311.
56 Í stuttu og einfölduðu máli er hugræn atferlismeðferð tvíþætt. Annars vegar felst
hún í því að hafa áhrif á hugarfar með ýmsu móti og hins vegar að breyta hegðun
sem á þátt í að viðhalda vandanum. Sbr. Magnús Blöndahl Sighvatsson, Hafrún
Kristjánsdóttir, Engilbert Sigurðsson og jón Friðrik Sigurðsson, „Gagnsemi hug-
rænnar atferlismeðferðar við lyndis- og kvíðaröskunum hjá fullorðnum“, Lækna-
blaðið 11/2011, sótt 16. júní 2022 af https://www.laeknabladid.is/tolublod/2011/11/
nr/4367.
57 Í fyrrnefndum fyrirlestri kom Lára Björnsdóttir meðal annars inn á hvernig Systa
nyti smáu hlutana í veröldinni og hversu mikilvægt það væri henni að geta þrifið sig.
Sjá Lára Björnsdóttir, „Systa, ein af sterku konunum hennar Steinunnar“.