Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2022, Blaðsíða 88
„HVER VIll VERðA HREIn mEY AFTUR?“
87
upp sem rómantískt viðfang og sá eini rétti, sem stingur í stúf við þá sýn
þáttanna og kvikmyndanna tveggja að sambönd fyrir lífstíð gangi aldrei upp.
Það er líka vísbending um rómantíska stöðu mr. Big í þáttunum að hann
rammar þáttaröðina inn, því að hann kemur fyrir í upphafsþætti fyrstu þátta-
raðar og lokaþætti þeirrar sjöttu og síðustu þegar frásögninni lýkur á því að
hann eltir Carrie til Parísar og gengst við tilfinningum sínum til hennar.
Það er Samantha sem bendir Carrie á mr. Big í fyrsta þættinum og kynnir
hann sem næsta Donald Trump, nema bara yngri og mun myndarlegri. mr.
Big er 43 ára, fráskilinn, Wall Street viðskiptaauðjöfur með einkabílstjóra
og flotta piparsveinsíbúð í fínasta hverfi borgarinnar. Sögupersónan john
james Preston er tíður gestur í þáttaröðinni en nánast undantekingarlaust
er aðeins vísað til hans sem Big og nafnið hefur fallíska merkingarauka. Það
vísar til hæðar hans, ríkidæmis, félagslegrar stöðu og kynferðislegra yfir-
burða. Þessi maður er stóra ástin í lífi Carrie en einnig stóra vandamálið.117
lögð er áhersla á það hversu smá Carrie finnst hún vera þegar hún hittir Big
í tískusýningar-partýi, en umræddur þáttur snýst um karlmenn sem hrífast af
módelum: „mér hefur aldrei fundist ég vera jafn ósýnileg allt mitt líf“ viður-
kennir hún en játningin vekur upp spurningar um það hvers vegna þessari
annars sterku og sjálfstæðu konu finnst hún vera einskis virði nærri þessum
manni sem hún dregst svona að.118 Þátturinn snýst um spurningar um fegurð
og sanna ást. Þegar Big eltir hana inn á kaffihús viðurkennir hann að það
séu margar stórglæsilegar konur í manhattan en: „eftir smá tíma þá viltu
bara vera með þeirri sem fær þig til að hlæja.“ Þannig má sjá að hann er líka
settur í há-rómantískt samhengi en hann er augljóslega líka tælari sem kann
að segja það rétta á réttum augnablikum. Sagan af því þegar Carrie hittir
Big er sett í ævintýralegt samhengi af söguröddinni sem túlka má sem hug-
leiðingu Carrie í pistlum sínum: „Einu sinni fyrir langa löngu, í konungsríki
langt í burtu, héldu ákveðinn maður og minna ákveðin kona, áfram að rekast
á hvort annað. Þau virtust hittast alls staðar – á götuhornum, í partýjum.
Það var næstum eins og þau væru á ófyrirséðum stefnumótum.“119 Carrie er
í hálfgagnsæjum kjól á fyrsta raunverulega stefnumóti þeirra og gefur sig á
vald ástríðunni. Sem kynferðislegt viðfang verður Big að stjórnlausu fíkni-
efni í lífi hennar.
Þættirnir grafa því í raun undan hugmyndinni um ást sem leið til lífs-
Sarah jessica Parker, Kim Cattrall, Kristin Davis og Cynthia nixon.
117 Sjá joanna di mattia, „What’s the Harm in Believing?“, bls. 20.
118 Sex and the City, „models and mortals“ (1:2).
119 Sex and the City, „Valley of the Twenty-Something Guys“ (1:4).