Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2022, Blaðsíða 47
ÁSDÍS HelGA ÓSkARSDÓTTIR
46
sem sjálfgefinni. Reiði kvenna finnur sér farveg í ýmiskonar listsköpun,199
kvennabókmenntir og listir gegna enn veigamiklu hlutverki til þess að virkja
reiðina. Þær bókmenntir sem hér hefur verið fjallað um minna á margþætt
misréttið. en hver og ein verður þó að virkja kynjapólitíska meðvitund sína
eigi eitthvað að breytast til frambúðar,200 eða eins og Artemis úr samnefndu
ljóði Þóru Hjörleifsdóttur komst að orði: „leiðin er innávið og uppímóti.“201
Ú T D R Á T T U R
Femínískri umræðu hefur vaxið fiskur um hrygg á samfélagsmiðlum síðustu ár. Hér
á landi hefur aðdragandi fjórðu bylgju femínismans verið býsna öflugur og aðgerðir
undir svokölluðum myllumerkjum (e. hashtag) vakið athygli og jafnvel leitt til falls
ríkisstjórnar og alþingiskosninga eins og umræðan undir #Höfumhátt sýndi árið
2017. Femínísk umræða síðustu ára hefur að miklu leyti hverfst um kynferðisofbeldi,
sem endurspeglast í aðgerðum á borð við framangreinda #Höfumhátt en jafnframt í
hinni alþjóðlegu #MeToo-hreyfingu og Brjóstabyltingunni (e. free the nipple). kven-
líkaminn er þannig óhjákvæmilega miðlægur í þessum áherslum og aðgerðum.
Markmið þessarar greinar er að fjalla um aðdraganda fjórðu bylgju femínismans
í íslensku samfélagi og bókmenntir ungra, íslenskra kvenna sem innlegg í baráttuna
og samband þeirra við kvenlíkamann. Í stuttu máli endurspeglar þetta samband ým-
iskonar togstreitu sem rekja má til fegurðar- og hegðunarkrafna sem fjölmiðlar eiga
stóran þátt í að magna upp og þeirrar ógnar sem stafar af ofbeldi af hálfu karlmanna.
Skáldkonurnar nota líkamlegt myndmál með margvíslegum hætti og svar þeirra
birtist meðal annars í ákalli um uppreisn og kvennasamstöðu þvert á kynslóðir.
Lykilorð: Fjórða bylgja femínismans, íslenskar kvennabókmenntir, kvennasamstaða,
samfélagsmiðlar, #Höfumhátt, #MeToo.
199 Andrea Juno og V. Vale (ritstjórar), Angry Women, San Francisco: Re/Search Puc-
lications, 1991, bls. 5.
200 Sama heimild, bls. 5.
201 Þóra Hjörleifsdóttir, „Artemis“, bls. 18–19.