Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2022, Blaðsíða 83
AlDA BjöRK VAlDImARSDóTTIR
82
þokkafull, á peninga og góðar vinkonur. Gefið er til kynna að gifta konan
fyrirlíti líf einhleypu konunnar en finnist það um leið eftirsóknarvert vegna
þess að hjónabandið fullnægi henni ekki. Í þættinum „Bay of married Pigs“
segir ein gifta konan: „Sumt fólk velur, eins og ég, að vaxa úr grasi, horfast í
augu við raunveruleikann og gifta sig. Aðrir velja hvað? Að lifa innantómu,
hrellandi lífi, vanþroskaðra unglingsára?“99 Þessum orðum er beint til vin-
kvennanna fjögurra en þættirnir taka ekki undir þetta viðhorf. Þeir liggja
miklu nær heimspeki Samönthu sem svarar: „þetta er í fyrsta sinn í sögu
manhattan sem konur hafa haft jafn mikla peninga og völd og karlar auk
þess að hafa sömu forréttindi til að koma fram við karla eins og þeir séu
kynferðisleg viðföng.“100 En slík hugsun kjarnar að mörgu leyti hugmynda-
fræðilega áherslu þáttanna og þess samtíma sem þeir rísa úr.
Því má svo velta fyrir sér hvort vinkonurnar séu raunverulega að leita að
ástinni eða hvort stefnumótalífið sé lífstíllinn sem þær kjósa sér. Eru þær að
leita sér að maka eða velja þær að vera einhleypar og leita að rúmfélögum? Í
þáttunum er efast um gildi hjónabandsins, sérstaklega fyrstu þrjú árin. Sam-
antha segir við Carrie þegar þær eru í partýi þar sem eru eingöngu gift pör:
„Ef þú breytist í þessu giftu drullusokka þá drep ég þig.“101 Pörin í partýinu
virðast ekki jafn skapandi, líta ekki eins vel út og lifa ekki jafn áhugaverðu
lífi og vinkonurnar fjórar heldur er þau fremur daufleg og búa yfir takmörk-
uðum lífskrafti.
Þættirnir gefa til kynna að langtímasambönd gangi ekki upp. Það vantar
ástríðu í samband Carrie og Aidan Shaw (john Corbett), það er of mikil
ástríða í sambandi mr. Big og Carrie og of lítil skuldbinding. Aiden er of
mjúkur á meðan mr. Big er of hræddur við sambönd. Charlotte og Trey
macDougal (Kyle maclachlan) giftast út af félagslegri pressu og það fer
illa. Samband miröndu og Steve Brady (David Eigenberg) gengur heldur
ekki alveg upp en mögulega samþykkja áhorfendur að þau giftist. Þegar
Charlotte giftist Trey segir Samantha: „Hjónaband tryggir ekki hamingju-
saman endi. Aðeins endi.“102 Dæmin sem þættirnir taka sýna að flest lang-
tímasambönd eru mislukkuð, þeir sem eru giftir virðast óhamingjusamir og
hafa það verra en einhleypu konurnar fjórar. misheppnuð hjónalíf eru við-
fangsefni þáttanna eins og sjá má á meingölluðum hjónaböndum mr. Big,
en einnig á hjónabandi Charlotte og Trey en brúðkaup þeirra var uppfylling
99 Sex and the City, „Bay of married Pigs“ (1:3).
100 Sama heimild.
101 Sex and the City, „Valley of Twenty-Something Guys“ (1:4).
102 Sex and the City, „Don’t Ask Don’t Tell“ (3:12).