Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2022, Blaðsíða 198
VIðTöKUR FEMÍNÍSKRa BóKMENNTaRaNNSóKNa
197
Karlkyn og kvenkyn eru þá sett upp sem andstæður, karlar og kon-
ur sem ævarandi andstæðingar í baráttu um veg og völd. Og bágt
að sjá að slíkri tvíhyggju í kynferðismálum, þar með kvenfrelsis- og
bókmenntaumræðu, yrði komið heim og saman við viðteknar jafn-
réttishugmyndir.14
Þá segist hann einnig eiga bágt með að sjá ávinning í því að bókmenntum,
bókmenntasögu og bókmenntafræðum sé skipt upp eftir kynferði rithöf-
unda. En það er nú einmitt það sem bókmenntastofnun karlveldisins hefur
gert, en hann kennir fræðikonunni um. „Ætli við verðum ekki að gera ráð
fyrir,“ segir hann, „að við séum í öllum meginatriðum saman um bókmennt-
irnar, karlar og konur, skáld og skáldkonur, eins og tunguna sjálfa.“ (Bls.
246) Forsenda sem er alls ekki rétt, eins og síðari tíma táknfræði hefur sýnt
fram á. Um leið viðurkennir hann, „að karlveldið í bókmenntum hafi með
ýmsu móti afskipt, mismunað og lítilsvirt margháttaða kvenlega reynslu sem
viðfangsefni skáldskapar“, „allskonar ókjör sem kvenfólk hefur sætt í bók-
menntum“ og að „staða kvenna sem minnihlutahóps í bókmenntastofnun
hvers tíma“ séu „góð og gild athugunarefni“. (Bls. 246) Þetta er undarlegur
en því miður dæmigerður tvískinnungur í annars málefnalegri umræðu.
Í innganginum að sögunum í Draumi um veruleika minntist ég á nafngift-
ina „kerlingabækur“ sem um tíma einkenndi alla umræðu um bókmenntir
eftir konur og rekja mátti til „Rabbs“ eftir Sigurð a. Magnússon í Lesbók
Morgunblaðsins 22. nóvember 1964. Við þessu brást Sigurður hinn reiðasti,
og í fyrsta hefti Tímarits Máls og menningar 1978 birtist andsvarið „lítil
athugasemd við sérstæða aðdróttun“. Hann neitar því að nafngiftin sýni
andstöðu gegn kvennabókmenntum og kallar mig „lektorinn“, sem ég hef
aldrei titlað mig sjálf og er náttúrlega mikið háð um svo montna mennta-
konu. Hann hrósar sér af því að hafa skrifað lofsamlega um þrjá kvenrit-
höfunda, þótt það sé „ugglaust goðgá samkvæmt hinni nýju jafnréttistísku“
að gera upp á milli kvenrithöfunda. Frá þeirri „villu“, segir hann, hafi hann
ekki hugsað sér að snúa og flokkist því „sennilega undir pungrottur fyrir
bragðið“.15 Með þessu kynfæramyndmáli leggur hann mér orð í munn og
tekur upp þráðinn frá þeim kollegum sínum Indriða, Jökli og Vésteini. Úr
14 ólafur Jónsson, Draumur um veruleika. Íslenskar sögur um og eftir konur, Helga Kress
valdi sögurnar og sá um útgáfuna, Mál og menning, Reykjavík 1977, Skírnir 1979,
bls. 244–248, hér bls. 245.
15 Sigurður a. Magnússon, „lítil athugasemd við sérstæða aðdróttun“, Tímarit Máls og
menningar 1/1978, bls. 109–110, hér bls. 110.