Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2022, Blaðsíða 202
VIðTöKUR FEMÍNÍSKRa BóKMENNTaRaNNSóKNa
201
viðtökunnar en fræðin sjálf. Og þetta er fyndið, þar til höfundur gengur
fram af sér með karlaklámi í lokin. lesandi tískublaðsins, viðtakandinn,
sögumaður, verður hugfanginn af vísindalegum aðferðum fræðikonunnar,
og þá einkum tölfræðinni við að ákvarða skiptingu kynjanna í Njálu, þar sem
niðurstaðan er ein kona á móti 550 körlum. Um þetta vitnar hann beint (og
rétt) í grein mína, þar sem ég spyr retórískt hvort þetta geti verið í samræmi
við hlutfall kynjanna á söguöld. Þarna segir hann að komin sé aðferð til að
ákvarða hlutföll kynja á hverju tímabili fyrir sig og heldur áfram með kenn-
inguna. Í flestum sögum af Bakkabræðrum séu aðeins þrjár sögupersónur,
allt karlmenn, og af því megi draga þá ályktun að á tímum Bakkabræðra
hafi engar konur verið á Íslandi. annað dæmi sem hann tekur (og býr til)
er skáldverkið „Morðið í kvennafangelsinu“ sem hann segist vera að lesa.
Þar séu persónur alls 264, þar af 263 konur og einn karlmaður. Samkvæmt
Njálukenningunni sem hann tekur til fyrirmyndar séu því 263 sinnum fleiri
konur í ameríku en karlar.
Þá tekur hann fyrir bókmenntahefðina, einnig með beinni tilvísun í mig,
kenninguna um að hún sé karlkyns, og karlar skrifi bara um karla. Þessu
mótmælir hann með dæmum. Ekki er „Messalína“ um karlmann, né heldur
„Rósamunda“, „Snjáka“ og „anna í Hlíð“. Nei, ekki aldeilis, segir hann,
og setur fram þá kenningu að karlmenn hafi ort meira um kvenfólk en um
karla. „Hvað um öll ástarljóðin,“ spyr hann. „Ástarljóð hafa íslenskir karlar
löngum orkt um konur, en ekki karla (sem betur fer).“ Og úr því hann
sé kominn á skrið finnst honum ekki úr vegi að telja upp nokkur af þeim
ljóðum sem sér hafi dottið í hug að ort séu af körlum um konur, og setur sig
í stellingar fræðimanns, með kvennafræðin að fyrirmynd:
„Hún amma mín það sagði mér“, „Kolbrún mín einasta“, „Hvar á
að tjalda segir hún Skjalda/Hinum megin við ána segir hún Grána“,
„Dísa í Dalakofanum“, „Sex-feta-lóa“, sem byrjar svona: „Sofnar
lóa löng og mjó“, „Móðir, kona, meyja“, „Gudda á lóni“, „Ein
er upp til fjalla“, „Gunna var í sinni sveit“. Eða öll þau ókjör sem
íslensk „karlrembuskáld“ hafa orkt um mæður sínar. Varla nokkur
einasti sem ekki hefur orkt ljóð undir heitinu „Móðir mín“. Og
áfram: „Ráðskonan á Holtavörðuheiðinni“, „Tvær í Tungunum“,
„Betlikerlingin“, „Fjallkonan“, „Þúfan“ og svona mætti endalaust
telja, „Gæðakonan góða“, „Vakra Skjóna“, „Tóta litla tindilfætt“.
Það væri hægt að halda áfram í alla nótt.