Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2022, Blaðsíða 101
GUðRÚn STEInÞÓRSDÓTTIR
100
frelsi Systu nýtir hún sér hana þó markvisst sem stað til að sanna sjálfstæði
sitt og komast í burtu frá fjölskyldu sinni; rétt eins og margir aðrir kven-
flandrarar hafa gert.20 Systa á nefnilega að baki erfiða reynslu og hefur alla
tíð reynt að sleppa undan ægivaldi móður sinnar og standa á eigin fótum.
Til að skilja betur stöðu persónunnar og frelsisþrá er nauðsynlegt að gefa
uppvexti hennar og fjölskyldu nánari gaum; ekki síst sambandi hennar við
móður sína.
Taktlaus og truntuleg Mammfreskja
„Móðirin er hin sanna uppspretta óttans.“21
Úr Faðir og móðir og dulmagn bernskunnar eftir Guðberg Bergsson
Í ýmsum sögum Steinunnar Sigurðardóttur, þar á meðal Systu megin, leikur
samband foreldra og barna stórt hlutverk en stundum eru samskiptin erfið
og þá ekki síst á milli afkvæmis og móður. Í Tímaþjófnum (1986) kemur til að
mynda fram að Alda hafi átt í stríðum samskiptum við móður sína en sam-
bandið við föðurinn hafi aftur á móti verið afar gott. Sömu sögu má segja
um Hörpu Eir í Hjartastað (1995) og þótt hún reyni síðar meir að standa sig
í móðurhlutverkinu endurtekur sagan sig því samband hennar við dótturina
er alveg jafn stirt og það var við hennar eigin móður.22 Í sumum tilvikum
hafa foreldrar í bókum Steinunnar gerst sekir um að vanrækja börnin sín
eða beita þau ofbeldi. Það á til dæmis við um Beatrís í Jöklaleikhúsinu (2001)
en hún var alin upp af áfengissjúkri móður sem beitti hana sálrænu ofbeldi.
20 Sbr. viðtal við Lauren Elkin um kvenflandrara, sjá Arnav Adhikari, „The Case for
the Flâneuse“. Í íslenskum bókmenntum má finna kvenflandrara af þessu tagi; til
dæmis í smásögu Ástu Sigurðardóttur; Gata í rigningu (1951) og í skáldsögu Vigdísar
Grímsdóttur; Stúlkan í skóginum (1992).
21 Guðbergur Bergsson, Faðir og móðir og dulmagn bernskunnar, Reykjavík: jPV útgáfa,
1997, bls. 48.
22 Sjá nánar fræðilega umfjöllun: Alda Björk Valdimarsdóttir, „„Á frátekna staðnum
fyrir mig“. Ást og dauði í Tímaþjófnum í ljósi sálgreiningar“, Hef ég verið hér áður?
Skáldskapur Steinunnar Sigurðardóttur, Reykjavík: Háskólaútgáfan, Bókmennta- og
listfræðastofnun, 2011, bls. 113–134, hér bls. 115; Guðni Elísson, „Við sumar-
langan veginn. Hjartastaður og vegafrásagnir“, bls. 89–111; Dagný Kristjánsdóttir
og Katrín María Víðisdóttir, „Í frásagnarspeglasalnum. Um Sólskinshest Steinunnar
Sigurðardóttur“, Fléttur III. Jafnrétti, menning, samfélag, ritstjórar Annadís Gréta
Rúdólfsdóttir, Guðni Elísson, Ingólfur Ásgeir jóhannesson og Irma Erlingsdóttir,
Reykjavík: Rannsóknastofnun í jafnréttisfræðum og Háskólaútgáfan, 2014, bls. 174–
195, hér bls. 175. Tekið skal fram að í umfjöllun um Hjartastað, í meginmáli, er átt
við samskipti Hörpu Eirar við uppeldisföður sinn en ekki líffræðilegan föður.