Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2022, Blaðsíða 43
ÁSDÍS HelGA ÓSkARSDÓTTIR
42
Titilljóðið í bók Fríðu undirstrikar það að ljóðmælandi, sem er kona,
neitar að hengja sig fasta við móður og móðurkvið. Bókin skiptist í þrjá
hluta sem vísa til kvenlíkamans eftir fæðingu; skurður, slitför og saumar,
og minnir á að aldrei er hægt að slíta sig frá upprunanum þar sem hann er
merktur á móðurlíkamanum. Í titilljóðinu líkir ljóðmælandi líkama móður
sinnar við fangelsi sem dóttirin brýst út úr: „héðan / segir hún og bendir
/ þú komst / út úr maganum á mér / áherslurnar hristast í / höndunum /
eins og rimlar / nei / segir þú / ég fór þaðan“184. Í öðru ljóði, „lok, lok og
læs“, er móðurinni úthýst og líkt við náttúruhamfarir: „það gerist hljóðlega
/ eins og að halla hurð / á vel smurðum hjörum / að þú lokar fyrir / reisir
eldveggi / reisir snjóflóðavarnir / skerð á línuna / byrgir þig inni / þangað
sem hún kemst ekki“.185 Síðar virðast mæðgurnar rýna betur í samband sitt,
eins og sjá má í ljóðinu „Saumar“: „við förum í saumana / í sporin / Gerum
okkur jafngamlar / 24 ára dóttir að tala við / 24 ára nýbakaða móður sína
[ ... ] / Sprettum því upp / sem illa var stoppað / Gröfturinn gýs upp / úr
skurðinum [ ... ] / eins og við séum / ekki gerðar úr öðru / en sýkingu“.186
Að lokum virðast mæðgurnar ná samkomulagi um að leyfa sárum að gróa,
ganga „framhjá elfjallinu“ þrátt fyrir að enn megi „pota í sárið, / finna hvar
blæddi“.187 kvennasamstaða myndast að hætti annarrar bylgju – dætur og
mæður mætast á miðri leið og brúa kynslóðabilið.
kvennasamstaða felur í sér áherslu á virkni kvenna, að reiði þeirra sé
knúin áfram í femínískum aðgerðum. Það felur í sér hvatningu til kvenna um
að deila sögum úr lífi sínu, eins og rakið hefur verið í tengslum við myndun
fjórðu bylgjunnar. Hið persónulega er pólitískt hér eftir sem hingað til þrátt
fyrir bakslagið sem varð í uppgangi einstaklingshyggjunnar í vestrænum
heimi. Ungar konur taka sig nú saman og gefa út ljóðabækur og sum skáld
safna saman fyrir útgáfu bóka á karolina Fund. Hópurinn Svikaskáld, sem
samanstendur af Fríðu Ísberg, Melkorku Ólafsdóttur (1981), Ragnheiði
Hörpu leifsdóttur (1988), Sunnu Dís Másdóttur (1981), Þóru Hjörleifs-
dóttur (1986) og Þórdísi Helgadóttur (1981), er dæmi um slíka samstöðu
en hópurinn hefur gefið út þrjár safnljóðabækur og eina skáldsögu. Hér að
framan hefur fullkomnunarárátta verið stuttlega rædd og skaðlegar afleið-
ingar hennar í samfélagi fegurðardýrkunar. Svikaskáld vinna gegn ríkjandi
viðmiðum, komu saman í „uppreisn gegn fullkomnunaráráttunni og svikara-
184 Sama heimild, bls. 24.
185 Sama heimild, bls. 17.
186 Sama heimild, bls. 56.
187 Sama heimild, bls. 61.