Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2022, Page 43

Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2022, Page 43
ÁSDÍS HelGA ÓSkARSDÓTTIR 42 Titilljóðið í bók Fríðu undirstrikar það að ljóðmælandi, sem er kona, neitar að hengja sig fasta við móður og móðurkvið. Bókin skiptist í þrjá hluta sem vísa til kvenlíkamans eftir fæðingu; skurður, slitför og saumar, og minnir á að aldrei er hægt að slíta sig frá upprunanum þar sem hann er merktur á móðurlíkamanum. Í titilljóðinu líkir ljóðmælandi líkama móður sinnar við fangelsi sem dóttirin brýst út úr: „héðan / segir hún og bendir / þú komst / út úr maganum á mér / áherslurnar hristast í / höndunum / eins og rimlar / nei / segir þú / ég fór þaðan“184. Í öðru ljóði, „lok, lok og læs“, er móðurinni úthýst og líkt við náttúruhamfarir: „það gerist hljóðlega / eins og að halla hurð / á vel smurðum hjörum / að þú lokar fyrir / reisir eldveggi / reisir snjóflóðavarnir / skerð á línuna / byrgir þig inni / þangað sem hún kemst ekki“.185 Síðar virðast mæðgurnar rýna betur í samband sitt, eins og sjá má í ljóðinu „Saumar“: „við förum í saumana / í sporin / Gerum okkur jafngamlar / 24 ára dóttir að tala við / 24 ára nýbakaða móður sína [ ... ] / Sprettum því upp / sem illa var stoppað / Gröfturinn gýs upp / úr skurðinum [ ... ] / eins og við séum / ekki gerðar úr öðru / en sýkingu“.186 Að lokum virðast mæðgurnar ná samkomulagi um að leyfa sárum að gróa, ganga „framhjá elfjallinu“ þrátt fyrir að enn megi „pota í sárið, / finna hvar blæddi“.187 kvennasamstaða myndast að hætti annarrar bylgju – dætur og mæður mætast á miðri leið og brúa kynslóðabilið. kvennasamstaða felur í sér áherslu á virkni kvenna, að reiði þeirra sé knúin áfram í femínískum aðgerðum. Það felur í sér hvatningu til kvenna um að deila sögum úr lífi sínu, eins og rakið hefur verið í tengslum við myndun fjórðu bylgjunnar. Hið persónulega er pólitískt hér eftir sem hingað til þrátt fyrir bakslagið sem varð í uppgangi einstaklingshyggjunnar í vestrænum heimi. Ungar konur taka sig nú saman og gefa út ljóðabækur og sum skáld safna saman fyrir útgáfu bóka á karolina Fund. Hópurinn Svikaskáld, sem samanstendur af Fríðu Ísberg, Melkorku Ólafsdóttur (1981), Ragnheiði Hörpu leifsdóttur (1988), Sunnu Dís Másdóttur (1981), Þóru Hjörleifs- dóttur (1986) og Þórdísi Helgadóttur (1981), er dæmi um slíka samstöðu en hópurinn hefur gefið út þrjár safnljóðabækur og eina skáldsögu. Hér að framan hefur fullkomnunarárátta verið stuttlega rædd og skaðlegar afleið- ingar hennar í samfélagi fegurðardýrkunar. Svikaskáld vinna gegn ríkjandi viðmiðum, komu saman í „uppreisn gegn fullkomnunaráráttunni og svikara- 184 Sama heimild, bls. 24. 185 Sama heimild, bls. 17. 186 Sama heimild, bls. 56. 187 Sama heimild, bls. 61.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180
Page 181
Page 182
Page 183
Page 184
Page 185
Page 186
Page 187
Page 188
Page 189
Page 190
Page 191
Page 192
Page 193
Page 194
Page 195
Page 196
Page 197
Page 198
Page 199
Page 200
Page 201
Page 202
Page 203
Page 204
Page 205
Page 206
Page 207
Page 208
Page 209
Page 210
Page 211
Page 212
Page 213
Page 214
Page 215
Page 216
Page 217

x

Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar
https://timarit.is/publication/1098

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.