Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2022, Blaðsíða 72
„HVER VIll VERðA HREIn mEY AFTUR?“
71
lífið á setrinu. madison tekur svo undir með Suzanne moore að stúlkunum
hafi verið bannað að fara út eftir klukkan 9 á kvöldin og að þær hafi ekki
fengið heimsóknir.67
Frásögn madison er sérstaklega áhugaverð þegar horft er til þess hvað
einkenndi umfjöllunina um Hefner dagana eftir andlát hans, einnig hér á
landi. Í frétt í Vísi sem bar nafnið „maðurinn sem synti gegn straumnum“ er
rakin sú skoðun að Hefner hafi „dregið umræðuna um kynlíf úr skugganum
og barist fyrir auknu tjáningarfrelsi og mannréttindum“ og þótt aðeins sé
vikið að nauðgunarásökunum undir lokin eru þær nánast aukaatriði.68 lýs-
ingar Hefners á sjálfum sér eru ráðandi í fréttinni þar sem hann skipar jafn
mikilvægan sess í að breyta viðhorfi almennings til kynlífs og Wright-bræður
skipta máli fyrir flugið og Thomas Alva Edison fyrir þróun rafmagnsljóssins.
Hann verður brautryðjandi eins og fyrirsögnin ber með sér en hún stingur
óneitanlega í stúf núna fimm árum síðar þegar athyglin beinist í auknum
mæli að líkamlegu og tilfinningalegu ofbeldi Hefners.
Í tíu þátta heimildarmynd Secrets of Playboy sem sýnd var á A&E árið
2022 eru þessar gömlu ásakanir ítrekaðar, meðal annars að dóp hafi verið
notað til að þvinga fram kynlíf og að konurnar hafi verið neyddar til að
stunda hópkynlíf. myndavélar og hljóðnemar hafi verið alls staðar á eigninni
og meðal annars notuð sem stýringar- og kúgunartæki. Sondra Theodore
fyrrum Playboy-fyrirsæta og kærasta Hefners segir: „Ég sá stúlku eftir stúl-
ku birtast, saklausar, fallegar og fegurð þeirra skolaðist bara á brott. Við
vorum ekkert í hans augum. Hann var eins og blóðsuga. Hann saug lífið úr
þessum stúlkum áratugum saman. Þessi reynsla braut mig algjörlega, eins
og þú brýtur hest niður.“69 Tvíburasysturnar Kristina og Karissa Shannon
eru einar af þeim sem ræða áfallastreituröskun og þunglyndi vegna meintra
þvingana Hefners og nauðgana.70 Eftir áralanga þöggunartilburði verður nú
sífellt erfiðara að hunsa þessar frásagnir fórnarlamba Hefners.71 meira að
67 Sama heimild, loc. 61, 82 og 150.
68 Samúel Karl ólason, „maðurinn sem synti gegn straumnum“, Visir, 28. september
2017, sótt 1. mars 2022 af https://www.visir.is/g/2017993753d.
69 Secrets of Playboy, „The Playboy legacy“ (1:2) og „The Circus“ (1:5), streymisveita
A&E, 2022. Sjá einnig Kristján Kristjánsson, „Hópkynlíf fimm sinnum í viku braut
mig algjörlega niður“, DV, 21. janúar 2022, sótt 1. mars 2022 af https://www.dv.is/
pressan/2022/1/21/hopkynlif-fimm-sinnum-viku-braut-mig-algjorlega-nidur/.
70 Ingunn lára Kristjánsdóttir, „Tvíburar lýsa kynferðisofbeldi í Playboysetrinu“,
Fréttablaðið, 9. desember 2021, sótt 1. mars 2022 af https://www.frettabladid.is/
frettir/tviburar-lysa-kynferdisofbeldi-i-playboy-setrinu/.
71 Þetta er sérstaklega áhugavert vegna þess að meira að segja krítískar greiningar á