Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2022, Blaðsíða 177
HóLMFRÍðuR GARðARSDóTTIR
176
rétt eins og ungar konur úr samsetninga- og spunaverksmiðjum55 nota sögur
þeirra til að stappa í sig stálinu og telja í sig kjark. Dæmin um sívaxandi
einurð og áræði kvenna á seinni hluta 20. aldar eru mörg. Má þar nefna
andspyrnu kvenna á tímum herforingjastjórnar Augusto Pinochet í Síle
(1973–1990), þar sem konur hættu lífi og limum, dag eftir dag, ár eftir ár,
með skipulögðum aðgerðum á torgum og strætum í öllum stærstu borgum
landsins.56 Áberandi voru konur úr röðum hreyfingarinnar Konur fyrir lífi (s.
Mujeres por la vida) sem mótmæltu kynbundnu ofbeldi og yfirgangi hers og
lögreglu. Steininn tók úr þann 30. október 1985 þegar sérsveit lögreglunnar
(s. Carabineros) gerði atlögu gegn friðsælum mótmælum kvenna í miðborg
höfuðborgarinnar Santíagó.57 Þjóðinni var brugðið og alþjóðasamfélagið
beindi sjónum að vaxandi ofbeldi í landinu.
Hugmyndafræði nýfrjálshyggju réð lögum og lofum í efnahagslífinu,
auður og völd söfnuðust á fárra hendur, opinberar eignir voru afhentar karl-
kyns vinum og kunningjum valdhafa, misskiptingin var æpandi og það sauð
upp úr víða.58 Þegar Argentína varð t.d. gjaldþrota, um miðjan desember
árið 2001, og engin laun voru greidd í aðdraganda jóla, bankarnir lokuðu og
debet- og kreditkort urðu óvirk, flykktist fólk á Maítorgið og á torgið fyrir
framan þinghúsið (s. La Plaza del Congreso) og allt fór úr böndunum. Í nokkra
daga ríkti alger ringulreið og óöld. ungir karlmenn brutu og brömluðu,
þátt í réttindabaráttu frumbyggja frá unga aldri, en um leið og óréttlætið sem hún
tjáði í viðtalsbókinni Ég heiti Rigoberta Menchú og svona varð samviska mín til birtist á
prenti gerðist það að indíánakonur víða um álfuna fengu byr í seglin og urðu æ sýni-
legri. Sjá Me llamo Rigoberta Menchú y así me nació la consecuencia, frá 1982. Nokkra
kafla úr bókinni má finna í íslenskri þýðingu í Langt að komnar. Sögur kvenna frá
Mið-Ameríku, Reykjavík: Háskólaútgáfan, 2021.
55 Edmé Domínguez og Lisa Sutton, „Feminist approaches to forms of labour“, Lon-
don: Routledge Handbook of Feminist Peace Research, 2021, bls. 379–387.
56 Instituto de la Mujer y Corporación La Morada, „Mujeres víctimas de violencia
sexual como tortura durante la represión política chilena (1973-1990): un secreto a
voces“, 2004. Sótt þann 28. ágúst 2022 af https:// www.humanas.cl. Sjá enn fremur
gagnasafn á heimasíðu Memoria chilena, undir yfirskriftinni „Movimiento Feminista
durante la dictadura (1973-1989)“. Sótt þann 28. ágúst 2022 af http://www.me-
moriachilena.gob.cl/602/w3-article-100703.html#documentos.
57 Meðal áhrifavalda innan andspyrnuhreyfingar kvenna gegn herforingjastjórninni í
Chile voru Elena Caffarena, Olga Poblete og Juliet Kirkwood. Estefanía Labrín,
„La relevancia que cobra Julieta Kirkwood en el Chile actual“, 2021. Sótt þann 28.
ágúst 2022 af https://facso.uchile.cl/noticias/174125/la-relevancia-que-cobra-juli-
eta-kirkwood-en-el-chile-actual.
58 Nelly Richard, Políticas y estéticas de la memoria, Santiago, Chile: Editorial Cuarto
Propio, 2000.