Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2022, Blaðsíða 41
ÁSDÍS HelGA ÓSkARSDÓTTIR
40
þórsdóttir og Sigrún Margrét Guðmundsdóttir gáfu nýlega út greina-
safnið Ástusögur. Um líf og list Ástu Sigurðardóttur (2021), en þar birtast
níu fræðigreinar um ævi og listsköpun skáldkonunnar Ástu Sigurðardóttur
(1930-1971). Bent hefur verið á að kalla mætti smásögu Ástu, „Sunnu-
dagskvöld til mánudagsmorguns“ (1951), fyrstu #MeToo-söguna en þar
segir frá kynferðislegu ofbeldi með opinskáum hætti á þeim tíma sem slík
mál voru gjarnan þögguð niður og voru ekki til umræðu í þjóðfélaginu.173
Svo fleiri dæmi séu nefnd um brúun kynslóðabils kvenna og sam-
stöðu þeirra í bókmenntum er ljóðabálkur Gerðar kristnýjar, Blóðhófnir
(2010),174 sem fræðikonan Åsa Arping hefur kallað femínískt „talking back“
eða femínískt andsvar.175 Þar er Gerði Gymisdóttur veitt rödd til þess að
segja sína hlið af Skírnismálum. Sama mætti segja um síðari ljóðabækur
Gerðar, Drápu (2014)176 og Sálumessu (2018),177 þar sem ljóðmælandi tekur
og sagði að viðhorf á borð við þetta bæri að tortryggja. Það kæmi iðulega frá gagn-
rýnanda sem gæti ekki séð sjálfan sig í sögu þess sem hann gagnrýnir og afgreiðir
hana í kjölfarið sem óþarft einkamál. Hún rifjaði í sömu færslu upp orð gagnrýnanda
Ditlevsen eftir útgáfu Gift (1971), sem sagði um verk Ditlevsen að það væri hennar
mál að afklæða sig andlega og bókstaflega en það væri ósmekklegt af henni að draga
annað fólk inn í sýniþörf sína. Slíkt ætti ekkert skylt við alvöru bókmenntir. Ravn
segir að það að ákveða hvað sé alvöru list, líf og bókmenntir sé viðhorf sem geti
ekki komið frá góðum lesanda og í lok færslunnar notar hún myllumerkið „#sel-
fiesagainstpatriarchy“ eða „#sjálfurgegnfeðraveldinu“. Sjá Olga Ravn, „First lesson
of Selfieskolen“, 31. janúar 2018, sótt 31. janúar 2018 af https://www.instagram.
com/p/Bem1seelhN0/.
173 Guðrún Steinþórsdóttir og Sigrún Margrét Guðmundsdóttir ræða í inngangi
greinasafnsins að Ásta hafi verið „með fyrstu íslensku módernísku höfundunum og
skrifaði um ýmis málefni sem tengjast reynsluheimi kvenna og sem legið höfðu – og
liggja jafnvel enn – í þagnarhjúpi, til dæmis nauðganir, ofbeldi, fátækt, fordóma og
drykkju kvenna“. Skáldskapur Ástu eigi vel við í samtíma okkar, þar sem auðvelt sé
að greina hliðstæður í skáldskap Ástu og #MeToo-sögunum. Sjá Guðrún Steinþórs-
dóttir og Sigrún Margrét Guðmundsdóttir, „Inngangur“, Ástusögur. Um líf og list
Ástu Sigurðardóttur, Reykjavík: lesstofan, 2021, bls. 5. Jóna Guðbjörg Torfadóttir
hefur jafnframt bent á að kalla mætti smásöguna „Sunnudagskvöld til mánudags-
morguns“ (1951) fyrstu #MeToo-frásögnina. Sjá Jóna Guðbjörg Torfadóttir, „Fyrsta
#metoo sagan?“, Skáld. Konur skrifa um konur sem skrifa, 2. apríl 2022, sótt af 20. maí
2022 af https://www.skald.is/single-post/fyrsta-metoo-sagan.
174 Gerður kristný, Blóðhófnir, Reykjavík: Mál og menning, 2010.
175 Åsa Arping, „krop + sprog = politik. Nordisk lyrik ved årtusindskiftet“, bls. 188.
176 Gerður kristný, Drápa, 2014, Reykjavík: Mál og menning. Drápa er ljóðabálkur sem
byggir á sönnum atburðum og hverfist um kynbundið ofbeldi og morð. Sjá nánari
greiningu á Drápu í grein Öldu Bjarkar Valdimarsdóttur og Guðna elíssonar, „Ég
veit hvað höfuð þitt vó en þekki ekki síðustu hugsunina“, bls. 17–43.
177 Gerður kristný, Sálumessa, 2018, Reykjavík: Mál og menning. Sálumessa byggir