Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2022, Síða 68
„HVER VIll VERðA HREIn mEY AFTUR?“
67
Hefner er stærri en lífið, goðsögn í nútímalegu bandarísku lífi og hefur haft
gríðarleg áhrif á menningu okkar.“53 Hann hafi spilað lykilhlutverk í því að
breyta bandarísku gildismati, hugmyndum og viðhorfum eftir seinna stríð
og haft mótandi áhrif á hina nútímalegu kynlífsbyltingu. jafnframt hafi hann
tekið þátt í að skapa efnahagslegt blómaskeið Ameríku eftirstríðsáranna þar
sem Playboy fangaði kjarnann í þrá þjóðarinnar.54
Hugmyndin um Hefner sem brautryðjanda er meðal annars tengd því
að hann setti á sínum tíma fjármuni í baráttuna um þungunarrofsréttindi og
ýmis önnur femínísk málefni eins og að stuðla að lögleiðingu getnaðarvar-
narpillunnar. Hann leit sjálfur (að minnsta kosti opinberlega) svo á að Play-
boy væri hluti af hinni femínísku gildisvæðingu og kynnti sig sem frjálslyndan
og hugrakkan helgimyndabrjót.55 Hann sagði því að honum hefði komið á
óvart hversu sterk andstaðan við hann var í hópi ýmissa femínista. Að hans
mati náðu slíkir femínistar saman með íhaldssömum öflum sem tala fyrir
heilagleika kvenlíkamans og hreintrúarstefnu. Sjálfur segir Hefner í viðtali
í tímaritinu Esquire að femínisminn ætti að snúast um frelsið til að stunda
kynlíf: „Konur voru þær sem aðallega nutu góðs af kynlífsbyltingunni. Ég
leyfði þeim að vera náttúrulegar kynverur. Þarna átti femínisminn alltaf að
vera. En því miður hefur femínisminn einkennst af áherslum sem eru hrein-
trúarlegar, forboðnar og andkynferðislegar.“56 Það þarf samt ekki að grafa
lengi til að finna yfirlýsingar frá Hefner sem varpa ljósi á hvers vegna svo
mörgum femínistum var í nöp við kvenímyndir hans. Svona lýsir hann af-
stöðu sinni til Playboy-kanínunnar í viðtali frá 1967:
Í Ameríku hefur kanínan kynferðislega merkingu og ég valdi hana
vegna þess að um er að ræða frísklegt dýr (e. fresh animal), feimið,
fjörlegt, hoppandi – kynþokkafullt. Fyrst þefar hún af þér, síðan
leggur hún á flótta, svo kemur hún aftur, og þig langar til þess að
strjúka henni, leika við hana. Stúlkan minnir á kanínu. Glaðleg,
gamansöm. Hugsaðu um stúlkuna sem við höfum gert vinsæla.
53 Steve Watts, Mr. Playboy. Hugh Hefner and the American Dream, Hoboken, nj: john
Wiley & Sons, Inc, 2008, bls. 1.
54 Sama heimild, bls. 3, 4 og 8.
55 Sama heimild, bls. 236. Sjá einnig Ariel levy, Female Chauvinist Pigs. Women and the
Rise of Raunch Culture, bls. 59.
56 Wil S. Hylton, „Hugh Hefner, What I’ve learned“, Cosmopolitan, 23. júní 2015.
Upphaflega birtist viðtalið í júníhefti Esquire árið 2002. Sótt 15. ágúst 2022 af
https://www.cosmopolitan.com/entertainment/news/a42407/hugh-hefner-what-
ive-learned/