Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2022, Síða 87

Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2022, Síða 87
AlDA BjöRK VAlDImARSDóTTIR 86 og tilheyrir ekki raunsönnum veruleikanum. Þrátt fyrir að Carrie daðri við hugmyndina um hinn eina sanna þá er mr. Big svo gölluð karlhetja að hann getur varla mætt löngunum hennar. Í fyrsta þættinum er viðfangsefnið að einhverju leyti lagt upp í spurningu Carrie: „Erum við svona kaldhæðnar? Hvað um rómantíkina?“113 Carrie vill ekki tapa frelsi sínu og langar ekki í börn. Í fimmtu þáttaröðinni er hún spurð að því af ritstjórum bókar sem hún er að fara að gefa út, hvort Carrie sé bjartsýniskona eða svartsýniskona. Hún getur ekki svarað spurningunni en skrifar: „Hvað gerist þegar raun- veruleikinn lætur höggin dynja á því sem þú trúir á og ástin, ólíkt því sem okkur er lofað, sigrar ekki allt.“114 Trúir Carrie yfirhöfuð á ástina? Hún veltir ástinni mikið fyrir sér og á mótsagnakenndan hátt gefa þættirnir til kynna að mr. Big sé ástin í lífi hennar og rétti makinn fyrir hana. En þeir gefa þó á endanum ekki mikið fyrir langtímasambönd, hjónabönd eða fjölskylduna. Og þótt kynferðisleg ást skipti máli er hún ekki lengur grundvöllurinn að hamingju. Í þáttunum má sjá ákveðna spennu á milli þess að trúa á hinn eina rétta og að gera grín að því að hann sé til. Einnig er mögulega til staðar vonin um að það sé þess virði að leita að ástinni og skuldbinda sig henni um leið og þættirnir grafa undan hugmyndinni um að ástarsambönd geti gengið upp. Það er spurning hvort framsetningin á mr. Big sé að hluta til írónísk, hvort að sú staðreynd að hann er helsta ástarviðfang Carrie beri vitni um að konur séu enn þá undir áhrifum af hefðbundnum vinsælum ástarsögum. mr. Big minnir um margt á hefðbundna karlhetju úr vinsælum ástarsögum, hann er hrokafullur, valdsmannslegur og yfirgangssamur ásamt því að vera hávaxinn, dökkur yfirlitum og myndarlegur.115 Hann fer illa með kvenhetjuna, fer á stefnumót með öðrum konum, giftist annarri konu, skuldbindur sig ekki og mætir síðan ekki í sitt eigið brúðkaup, en samt sem áður heldur hún áfram að elska hann.116 Þrátt fyrir slæma hegðun sína er mr. Big að mörgu leyti hafinn 113 Sex and the City, „Sex and the City“ (1:1). 114 Sex and the City, „Unoriginal Sin“ (5:2). 115 Sjá umfjöllun um ástarsögur t.d. í bók öldu Bjarkar Valdimarsdóttur, Jane Austen og ferð lesandans, bls. 100–131. Sjá einnig Dagný Kristjánsdóttir, „Ást á grænu ljósi. Fjöldaframleiddar ástarsögur hafa aldrei verið vinsælli!“, 19. júní, 51: 2002, bls. 42– 47, hér bls. 45. Dagný ræðir persónueinkenni ástarsagnakvenhetjunnar í grein sinni og segir eftirfarandi: „Fyrst virkar hann mjög hrokafullur, hann kemur fram eins og karlremba, jafnvel kvenhatari og er oft verulega andstyggilegur, jafnvel beinlínis sadískur við söguhetju okkar á þeirra fyrsta fundi.“ 116 Sjá m.a. Sex and the City, „The monogamist“ (1:7); „Attack of the 5’10 Woman“ (3:3); og Sex and the City. The Movie (2008). leikstj. michael Patrick King, leikarar:
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152
Síða 153
Síða 154
Síða 155
Síða 156
Síða 157
Síða 158
Síða 159
Síða 160
Síða 161
Síða 162
Síða 163
Síða 164
Síða 165
Síða 166
Síða 167
Síða 168
Síða 169
Síða 170
Síða 171
Síða 172
Síða 173
Síða 174
Síða 175
Síða 176
Síða 177
Síða 178
Síða 179
Síða 180
Síða 181
Síða 182
Síða 183
Síða 184
Síða 185
Síða 186
Síða 187
Síða 188
Síða 189
Síða 190
Síða 191
Síða 192
Síða 193
Síða 194
Síða 195
Síða 196
Síða 197
Síða 198
Síða 199
Síða 200
Síða 201
Síða 202
Síða 203
Síða 204
Síða 205
Síða 206
Síða 207
Síða 208
Síða 209
Síða 210
Síða 211
Síða 212
Síða 213
Síða 214
Síða 215
Síða 216
Síða 217

x

Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar
https://timarit.is/publication/1098

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.