Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2022, Side 173
HóLMFRÍðuR GARðARSDóTTIR
172
um strauma og stefnur í kvenfrelsisumræðu á heimsvísu. „Eftir að vitsmuna-
legri getu þeirra og frelsi til persónulegra athafna hafði verið hafnað um
langt skeið kröfðust femínistar þess að vera álitnar jafnokar karla en ekki eins
og þeir“.36 Hún gerði að auki tilraun til að ganga í herinn því þar var heldur
ekki tiltekið að konur mættu ekki sækja um. Örlög hennar urðu þau að árið
1932 varð hún fyrir bíl á götu úti í Buenos Aires og fræðimaðurinn Marcela
Cantero gefur í skyn að ekki hafi verið um slys að ræða.37
Þegar horft er til baráttunnar fyrir kosningarrétti kvenna annars staðar í
álfunni þá var það fyrsta konan sem útskrifaðist sem læknir í Ekvador, Matilde
Hidalgo Navarro de Procel (1889–1974),38 sem braut blað þar í landi. Hún
krafðist þess að fá að kjósa með því einfaldlega að skrá sig inn á kjörskrá rétt
eins og karlar þurftu að gera. uppi varð fótur og fit og málið endaði fyrir þing-
inu sem samþykkti árið 1924 að konur fengju kosningarétt – fyrstar kvenna
í Rómönsku-Ameríku. Í kjölfarið fylgdu hreyfingar kvenna um álfuna þvera
og endilanga og kröfðust þess sama, jafnvel þótt ríkjandi viðhorf hafa lotið að
því að heimili og einkalíf skildu áfram vera þeirra umráðasvæði. Sem dæmi
má nefna að konur í Úrúgvæ öðluðust réttinn árið 1927, þótt ekki reyndi á
þátttöku þeirra fyrr en í þingkosningum árið 1934. Brasilískar konur öðluðust
sama rétt árið 1932, argentínskar konur árið 1947. Konur í Síle öðluðust rétt
til kosninga í sveitastjórnum árið 1934 og í forseta- og þingkosningum 1949
og mexíkóskar konur öðluðust ekki kosningarétt fyrr en árið 1953.39
Einurð kvenna og áræði
Það var í þessari baráttu sem hefð skapaðist fyrir því að andmæla á torgum,
að láta til sín taka í almenningsrýmum og glæða baráttuna lífi með aðgerð-
um, listviðburðum og gjörningum ýmiss konar. Fjöldasamkomur kvenna
urðu áberandi og þegar Eva Perón stóð til dæmis fyrir því að setja á lagg-
36 Asunción Lavrin, Women, feminism, and social change …: „Having been denied intel-
lectual capacity and personal freedom of action for a long time, feminists wanted to
assert their right to be considered as good as men, but not the same as men“, bls. 5.
37 Marcela Cantero, sama rit, án blaðsíðutals.
38 Frekari umfjöllun um „Matilde Hidalgo de Procel (1889-1974)“, sótt þann 28. ágúst
2022 af http://www.loja.gob.ec/contenido/matilde-hidalgo-de-procel-1889-1974 og
„Matilde Hidalgo de Procel, pionera del voto femenino en Hispanoamérica“, sótt sama
dag af https://elpais.com/sociedad/2019/11/21/actualidad/1574327354_255470.html.
39 Hafa má í huga að á Nýja Sjálandi áunnust réttindin árið 1892, á Íslandi fengu konur
yfir 40 ára fyrst að kjósa árið 1915, bandarískar konur árið 1920 og Sviss rak lestina
en þar fengu konur kosningarétt árið 1971. „Votes for Women“, sótt þann 28. ágúst
2022.af https://www.britannica.com/story/votes-for-women.