Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2022, Page 119
GUðRÚn STEInÞÓRSDÓTTIR
118
í vetrarkuldann; hún kýs dauðann fram yfir ósjálfstæðið. Eftir að hafa lagt
sig alla fram, sýnt einstakan styrk og seiglu virðist hún hafa gefist upp á lífs-
baráttunni. Úti gengur hún fram á stallsystur sína Lóló og er það dæmigert
fyrir góðmennsku Systu að hún hlúir að vinkonu sinni og kemur henni fyrir
á dósavagninum sínum. Það logar á litlu kertaljósi á meðan konurnar tvær
halda inn í myrkrið á leið í faðm dauðans. Leikslokin eru þannig óþægileg
áminning um örlög margra þeirra sem lifa undir fátækramörkum og settir
eru út á kaldan klakann af þeim sem fara með völdin í samfélaginu.71
Að lokum
Systu megin er ekki fyrsta bók Steinunnar þar sem hún tekst á við alvarleg
og falin samfélagsmál en allt frá upphafi ferils síns hefur hún verið gjörn
á að ljá þeim rödd sem ekki gætu sagt sögu sína sjálfir. Í því skyni hefur
hún til að mynda áður beint sjónum að hrjáðum börnum og vanhæfum for-
eldrum þeirra.72 Systu megin sker sig þó frá öðrum verkum Steinunnar þar
sem komið er inn á vanrækslu því í leiksögunni eru áhrif hennar í þröngu
samhengi og víðu svo vel sýnd; hvernig foreldrar geta vanrækt börnin sín án
þess að nokkur komi þeim til bjargar og eins hvernig hið opinbera bregst
stórum hópi fólks sem neyðist til að lifa við bágbornar aðstæður og skrimta
þótt nægur peningur sé til skiptanna. Borgarmyndin, stéttaskiptingin og
kaldlyndi samfélagsins sem blasa við lesendum út frá sjónarhóli Systu, fá-
tæka flandrarans og vanrækta barnsins, eru nöturleg svo ekki sé meira sagt.
Mammfreskjurnar eru víða og það er einkar dýrmætt að fá eins áhrifaríka
bók og Systu megin til að minna á það.73
71 Örlög vinkvennanna og staða kallast að sjálfsögðu á við hlutskipti aðalpersónunnar
í sögunni Litla stúlkan með eldspýturnar eftir H. C. Andersen. Eins og Systa og Lóló
er stúlkan bláfátæk en í lok sögu verður hún úti á gamlársdag. (Sjá H. C. Andersen,
Litla stúlkan með eldspýturnar, þýðandi Böðvar Guðmundsson, Reykjavík: PP forlag,
2004.) Á textatengslunum er raunar hamrað í leiksögunni því þar minnast vinkon-
urnar í tvígang á litlu stúlkuna eða „lillu hrylluna“ eins og Lóló kallar hana; annars
vegar þegar Lóló er fyrst kynnt til sögunnar og hins vegar undir blálok hennar. Í
bæði skiptin nefnir Systa að hún hafi grátið yfir sögunni en bendir jafnframt á að
stúlkan átti ömmu í hinu efra. Textatengslin, athugasemdir Systu um litlu stúlkuna
og nafngift Lólóar undirstrika enn betur jaðarstöðu persónanna í sögu Steinunnar.
Steinunn Sigurðardóttir, Systu megin, bls. 16 og 180.
72 Hér má minnast skáldsagnanna Sólskinshests (2005) og Jójó (2011).
73 Þessi grein er hluti af verkefninu Ímyndunaraflið (221478-1801) sem stutt er af
Starfslaunasjóði sjálfstætt starfandi fræðimanna. Ég þakka Sigrúnu Margréti Guð-
mundsdóttur og ritrýnendum fyrir góðar og gagnlegar ábendingar.