Læknaneminn - 01.10.1995, Page 9

Læknaneminn - 01.10.1995, Page 9
BEINMERGSFLUTNINGAR Á síðustu árum hefur umtalsverð Ijölgun átt sér stað í BMF úr óskyldum einstaklingum og samkvæmt nýjunr ábendingum (5,15-17). FRAMKVÆMD. Undanfari hins eiginlega BMF er mjög kröftug krabbameinsmeðferð, oft með lyfjum og geislum. Markmiðið er að þurrka út allan æxlis- vöxt í merg og utan mergs. Við þessa meðferð er allur blóðmyndandi vefur útmáður. Beinmergur frá beinmergsgjafa er síðan gefinn í æð, frumurnar taka sér bólfestu i mergholinu og taka að fjölga sér. í beinmergnum sem gefinn er, eru marghæfar stofnfrumur (pluripotent stem cells) og einnig þroskaðri form frumna. Framleiðsla hins nýja mergs hefst fljótt og er algengt að hætta megi gjöfum blóðflagna og blóðs 2 - 4 vikum eftir beinmergsgjöfina. Hvít blóðkorn koma fljótt fram í blóði, einkum kyrningar. Eitilfrumur eru hins vegar skertar að getu og ná oft ekki eðlilegri starfsemi fyrr en ári eftir meðferð. Ef franrkvæma á BMF með eigin beinmerg er valinn tími til að safna beinmerg sjúklingsins. Beinmergur þessi er frystur og geymdur. Meðferð er síðan gefin sem eyðir beinmerg sjúklingsins. Þá er beinmergurinn sem frystur var gefinn á ný (rescue). Ef hætta er á að illkynja frumur séu til staðar í hinum frysta merg er mögulegt að meðhöndla hann ex vivo með lyljum. Einnig má velja úr mergnum þær frumur sem nauðsynlegt er að gefa aftur, þ.e. stofn- frumurnar. Yfirleitt er eigin beinmergur eða beinmergur úr systkini með sömu veijafiokkun fljótari til að heija framleiðslu blóðs á ný eftir BMF heldur en beinmergur sem verr passar (19,20). Til er fjöldi dæma um sjúklinga þar sem beinmergur er að hluta til frá beinmergsgjafanum en að hluta frá sjúklingnum sjálfum eftir meðferðina (chimerism). Bæði getur verið um að ræða ákveðna frumulínu frá hvorum um sig eða sambland þar á milli (21). Á meðan að meðferðin er gefin er margs að gæta. Á meðan að frumufæðin er mest er sýkingahætta rnikil. Gefa þarf blóð og blóðhluta eftir þörfum og einnig næringu og snefilefni. Þá eru beinar og óbeinar aukaverkanir lyfja og geislunar miklar, bæði líkamlegar og andlegar. Framfarir eru örar, ný og áhrifarík lyf gegn ógleði, ásanrt bættri greiningu og meðferð sýk- inga auðvelda sjúklingum meðferðina nokkuð. AUKAVERKANIR. Aukaverkunum BMF má skipta í bráðar og síðkomnar. Bráðar aukaverkanir eru: 1. Tökubrestur (graft failure). 2. Höfnun mergs á sjúklingi (graft-versus- host disease, GvHD). 3. Sýkingar. Aukaverkanir tengdar ýmsum lytjum og geislum eru oft einnig afar alvarlegar. Tökubrestur er sjaldgæfur hjá sjúklingum ef vefjasamræmi er gott milli sjúklings og beinmergsgjafa. Enn sjaldgæfari er tökubrestur hjá þeim sem fá eigin beinmerg. Flætta á þessari aukaverkun er fyrst og fremst hjá þeim sem fá illa samræmdan beinmerg ellegar hafa aðra galla, sem torvelda vöxt hins nýja beinmergs (19). Höfnun mergs á sjúklingi (GvHD) er sömu- leiðis aukaverkun, sem fyrst og fremst sést ef ekki er fullkomið samræmi milli vefjaflokka beinmergsgjafans og beinmergsþegans. Onæm- iskerfi hins nýja beinmergs kann að líta á frumur sjúklingsins sem framandi og ráðast gegn þeinr á sama hátt og ígræddum líffærum kann að vera hafnað af ónæmiskerfi sjúklingsins. Þær frumur sem fyrst og fremst verða fyrir barðinu á þessari aukaverkun eru þær frumur, sem mesta þéttni hafa af HLA mótefnavökum á yfirborði sínu. Hér er því fyrst og fremst um að ræða frumur á yfirborði líkamans, húð, görnum og slímhimnum en einnig í lifur. Ónæmisbælandi meðferð er beitt við GvHD til að hamla virkni hins nýja ónæmis- kerfis á frumur sjúklingsins. Þessi meðferð hefur að sjálfsögðu margar aukaverkanir í för með sér. Sýkingar eru algengur og alvarlegur vandi eftir BMF. Alla sýkla verður að taka alvarlega, greina snemma og meðhöndla markvisst. Á því LÆKNANEMINN 2.tbl. 1995 48. árg. 7
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160

x

Læknaneminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.